Fréttir

Frjáls félagasamtök kynna skýrslu til Barnaréttarnefndar SÞ

Í dag var kynnt skýrsla frjálsra félagasamtaka um stöðu mannréttinda barna á Íslandi til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem unnið hefur verið að frá árinu 2018.
Lesa meira

Gleðilegan jafnlaunadag!

Krafan um sömu laun fyrir samskonar störf er krafa um mannréttindi. Þess háttar misrétti, m.a. gagnvart konum, hefur viðgengist allt of lengi í íslensku samfélagi og gerir það enn. Við verðum að breyta því. Landssamtökin Þroskahjálp taka heilshugar undir þá sjálfsögðu réttlætiskröfu á þessum jafnlaunadegi eins og alla daga ársins.
Lesa meira

Allt fatlað fólk skuli fá að nýta kosningarétt sinn án hindrana!

Landssamtökin Þroskahjálp hafa lengi barist fyrir auknum lýðræðislegum réttindum fatlaðs fólks sem hefur í gegnum tíðina verið skertur hér á landi eins og víðast í heiminum. Óskertur réttur til að kjósa er þar grundvallarþáttur.
Lesa meira

Tillögur og ábendingar Mannréttindaskrifstofu Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálpar um atriði sem leggja skal áherslu á við gerð skýrslu Íslands um framkvæmd alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.

Lesa meira

FRESTAÐ: Frá okkar bæjardyrum séð

Á dögunum birtum við auglýsingu um námskeið á vegum Þroskahjálpar: Menning – frá okkar bæjardyrum séð. Vegna þeirrar óvissu sem hefur skapast útaf COVID-19 hefur verið ákveðið að fresta námskeiðinu og verður það auglýst síðar.
Lesa meira

Menning – frá okkar bæjardyrum séð!

Þriðjudaginn 6. október byrjar áhugavert og bráðskemmtilegt verkefni á vegum Þroskahjálpar fyrir ungmenni á aldrinum 13 til 15 ára með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir.
Lesa meira

Fólk með þroska-hömlun á íslenskum vinnu-markaði: viðhorf til starfs-hæfni.

Hefur þú áhuga á að taka þátt í rannsókn?
Lesa meira

Lokað

Vegna útfarar Ágústu Erlu Þorvaldsdóttur formanns Átaks og varaformanns samtakanna verður skrifstofa samtakanna lokuð í dag 2. september frá kl. 12:00.
Lesa meira

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálp við tillögu að breytingu á Viðmiðunarstundaskrá grunnskóla.

Lesa meira

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru (frekari aðgerðir vegna vinnumarkaðar), 972. mál.

Lesa meira