Landsþing og ráðstefna 2021

Á myndinni stendur Hvað er að gerast í atvinnumálum fatlaðs fólks? Ráðstefna 9. október 2021. Auglýsingin er í björtum litum og myndir af tveimur stúlkum er á auglýsingunni, önnur vinnur við tölvu og hin á kaffihúsi.

Þann 9. október fara fram landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar og ráðstefna um atvinnumál fatlaðs fólks sem ber titilinn „Hvað er að gerast í atvinnumálum fatlaðs fólks?“ Meðal umræðuefna eru gervigreind, samfélagsleg ábyrgð, brúun bils milli náms og atvinnu og reynsla fatlaðs fólks af vinnumarkaði. 

Landsþing 2021, kl. 09.00-12.00

Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar fer fram laugardaginn 9. október á Grand Hotel. Landsþingið hefst kl. 9.00 um morgun og stendur til kl. 12.00.

Dagskrá:

 • Dagskrá borin upp til samþykktar.
 • Beiðnir um aðild að samtökunum.
 • Samþykkt kjörbréfa.
 • Skýrsla stjórnar og umræður um málefni og markmið samtakanna.
 • Lagðir fram reikningar samtakanna fyrir síðustu tvö ár.
 • Tillögur um lagabreytingar.
 • Tillaga að ákvörðun árlegra aðildargjalda aðildarfélaganna næstu tvö árin.
 • Afgreiðsla ályktana.
 • Kosning stjórnar Landssamtakanna Þroskahjálpar og fimm manna kjörnefndar.
 • Kosning fimm manna stjórnar Húsbyggingasjóðs.
 • Önnur mál.

Allir eru velkomnir á landsþingið en atkvæðisrétt hafa eingöngu formlegir fulltrúar aðildarfélaganna.

„Hvað er að gerast í atvinnumálum fatlaðs fólks?“ | ráðstefna, kl. 13.00-16.00

Landssamtökin Þroskahjálp hafa alla tíð barist fyrir auknum tækifærum fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Í ár er ráðstefna Þroskahjálpar tileinkuð þessu brýna málefni og verður m.a. rætt um gervigreind, samfélagsleg ábyrgð, brúun bils milli náms og atvinnu og reynsla fatlaðs fólks af vinnumarkaði. Ráðstefnan verður á Grand Hotel í Reykjavík frá kl. 13.00 til 16.00 en verður einnig streymt á netinu í gegnum Facebook viðburð ráðstefnunnar.

Ókeypis er á ráðstefnuna en skráning er nauðsynleg og fer fram hér.

Dagskrá verður auglýst síðar.