Nefnd um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) gerir úttekt á stöðu samningsins á Íslandi.

 

Þroskahjálp vinnur að fjölmörgum umfangsmiklum verkefnum
sem eru ekki alltaf sýnileg á meðan unnið er að þeim,
og eru afar mikilvæg fyrir framgang mannréttinda fatlaðs fólks.

Eitt af mikilvægum hlutverkum Þroskahjálpar
er að þrýsta á um að samningur Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks (SRFF)
sé innleiddur með markvissum og árangursríkum hætti.

 


 

Alþjóðleg nefnd um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) fylgist með innleiðingu og framfylgd mannréttinda fatlaðs fólks í aðildarríkjum.

Nefndin er nú að framkvæma úttekt á stöðu SRFF hjá íslenskum stjórnvöldum. Þess vegna hafa íslensk hagsmunasamtök lagt fram tillögu um spurningar fyrir alþjóðlegu nefndina að nota.

Á nokkurra ára fresti ber stjórnvöldum að skila inn skýrslu til nefndarinnar um stöðu samningsins. Hagsmunasamtök hafa einnig tækifæri til að skila inn eigin skýrslu og ábendingum.

Nefndin metur í kjölfarið stöðuna í viðkomandi ríki og leggur síðan fram álit og tilmæli um úrbætur.

 


 

Teikning af Íslandi með stækkunargleri yfir höfuðborgarsvæðinu

Ísland er nú til skoðunar hjá nefndinni.

Í því ferli hafa Þroskahjálp, ÖBÍ – réttindasamtök, Geðhjálp og Umhyggja unnið saman að ábendingum til nefndarinnar.

  • Í júlí sendu samtökin inn spurningar sem þau hvetja nefndina til að leggja fyrir íslensk stjórnvöld.
  • Þann 1. september funduðu fulltrúar samtakanna með nefndinni til að ræða efni ábendinganna og leggja áherslu á mikilvæg mál sem taka þarf upp í samtalinu við stjórnvöld.

Í framhaldinu mun nefndin senda íslenskum stjórnvöldum athugasemdir sem þau þurfa að svara.

Þegar það svar liggur fyrir munu hagsmunasamtökin halda vinnu sinni áfram og skila sérstakri skuggaskýrslu til nefndarinnar um hvernig staða mannréttinda fatlaðs fólks á Íslandi horfir við fötluðu fólki.

Ferlinu lýkur svo með því að nefndin gefur út loka-athugasemdir um það sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að bæta úr fyrir næstu úttekt.


 

Viltu kynna þér spurningar og athugasemdir sem aðildaríki hafa sent nefnd Sameinuðu þjóðanna?

13 spurningar sem Þroskahjálp sendi nefndinni:
Hlekkur á 13 spurningar Þroskahjálpar

 

Athugasemdir allra aðildaríkja á vefsíðu Sameinuðu þjóðanna:
Hlekkur á vefsíðu Sameinuðu þjóðanna

 

Athugasemdir Þroskahjálpar, ÖBÍ, Geðhjálpar og Umhyggju, sem Word-skjal:
Hlekkur á Word-skjal

 (þú þarft að hlaða niður Word-skjali til að lesa textann)


 

Þetta er mikilvægt verkefni í mannréttindabaráttu fatlaðs fólks.

Nefndin hefur skilgreint og viðurkennt hlutverk hagsmunasamtaka í þessu ferli og þar með tryggt að raddir fatlaðs fólks heyrist við mat á stöðu samningsins.


 

Nú vinnur Þroskahjálp að því að vekja athygli almennings á þeim spurningum sem brýnt er að íslensk stjórnvöld svari áður en lengra er haldið í ferlinu.

 

 

Spurningar Þroskahjálpar til íslenskra stjórnvalda:



Spurning frá Þroskahjálp til nefndar um Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Spurning frá Þroskahjálp til nefndar um Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Spurning frá Þroskahjálp til nefndar um Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Spurning frá Þroskahjálp til nefndar um Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Spurning frá Þroskahjálp til nefndar um Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Spurning frá Þroskahjálp til nefndar um Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Spurning frá Þroskahjálp til nefndar um Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Spurning frá Þroskahjálp til nefndar um Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Spurning frá Þroskahjálp til nefndar um Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Spurning frá Þroskahjálp til nefndar um Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Spurning frá Þroskahjálp til nefndar um Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Spurning frá Þroskahjálp til nefndar um Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Spurning frá Þroskahjálp til nefndar um Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

 


 

Þroskahjálp vinnur að fjölmörgum umfangsmiklum verkefnum
sem eru ekki alltaf sýnileg á meðan unnið er að þeim,
og eru afar mikilvæg fyrir framgang mannréttinda fatlaðs fólks.

Kynntu þér leiðir til að styrkja starf Þroskahjálpar
og standa vörð um réttindi fatlaðs fólks.


Taka þátt í baráttunni