Almanak Þroskahjálpar

Forsíða fyrir almanakið 2022.

 

Almanak Þroskahjálpar fyrir árið 2022 er komið út!

 

Kaupa almanak í vefverslun

 

Vegna COVID-19 munu sölumenn ekki ganga í hús í ár.
Því biðjum við stuðningsfólk mannréttinda fatlaðs fólks og velunnara Þroskahjálpar að nálgast almanakið með öðrum leiðum í ár!
 

 

Landssamtökin Þroskahjálp reiða sig nær alfarið á frjáls framlög og er almanakssala samtakanna stór þáttur í þeirri söfnun. Þegar þú kaupir almanak okkar hjálpar þú okkur að standa vörð um réttindi og berjast fyrir auknum tækifærum fatlaðs fólks en almanakið er líka happdrættismiði! Á því er númer sem tryggir þér miða í listaverkapott Þroskahjálpar, en þangað hafa ótal listamenn gefið eftirprent af verkum sínum.

Í ár eru það verk  Kristínar Gunnlaugsdóttur sem prýða almanakið en hún hefur getið sér góðan orðstír bæði á Íslandi sem og erlendis.

Almanak Þroskahjálpar kostar 3.500 kr. 

Dregið verður í janúar 2022.

Hvernig nálgast ég almanakið í ár?

Hér má nálgast myndir af fyrri dagatölum en almanak Þroskahjálpar hefur verið gefið út í meira en 30 ár!