Ungmennaráð

Ungmennaráð Þroskahjálpar

Ungmennaráð Þroskahjálpar var stofnað í janúar 2020.
Þar kemur saman ungt fatlað fólk á aldrinum 16 til 24 ára.

Í Ungmennaráði hittist ungt fatlað fólk til þess að tala um mannréttinda-baráttu, nám, vinnu, félagslíf, aðgengi og margt fleira sem þeim finnst mikilvægt.

Í ungmennaráði er líka áhersla á að hafa gaman!

 

Hefur þú áhuga á að vera með í ungmennaráði?

Þú getur haft samband við Önnu Láru Steindal í síma 896 7870 eða á netfangið annalara@throskahjalp.is

Verkefnastjóri Ungmennaráðsins er Sunna Dögg Ágústsdóttir.

Anna Lára SteindalSunna Dögg Ágústsdóttir