Handbók um notendasamráð

Forsíða bæklings. Á forsíðunni er grænt og gult teiknað blóm. Við hlið þess sendur Notendasamráð. Merki Þroskahjálpar og félagsmálaráðuneytisins neðst. Efst stendur Landssamtökin Þroskahjálp 2021.

Landssamtökin Þroskahjálp tóku að sér gerð handbókar fyrir sveitarfélög um starfsemi notendaráða.

Markmið handbókarinnar er að tryggja sveitarfélögum fræðslu um skyldur sínar er varðar fatlað fólk og mikilvægi þess að allir séu raunverulegir og virkir þátttakendur.

Í handbókinni er meðal annars komið inn á nauðsyn þess að öllum þátttakendum í notendaráðum sé tryggður viðeigandi stuðningur og aðlögun sem mætir þörfum þeirra til þess að þeir geti komið skoðunum sínum á framfæri, deilt reynslu sinni og veitt stjórnvöldum viðeigandi aðhald.

Handbókinni er ætlað að tryggja virka þátttöku fatlaðs fólks í notendaráðum varðandi málefni sveitarfélaganna sem hafa bein áhrif á lífsgæði og sjálfstæði þess.

Efnið er unnið með styrk frá félagsmálaráðuneytinu og í nánu samráði við fatlað fólk og byggir á heimildum um samráð við fatlað fólk.

 

Smelltu hér til að lesa handbókina