Allir eiga rétt á að njóta efri ára með reisn

Það er réttur allra manna að búa við öryggi á efri árum og geta notið þeirra áhyggjulaust.

Þjónusta við aldrað fólk sem býr við fötlun skal vera fjölbreytt og miðuð við þarfir hvers og eins.

Hafa verður hugfast að öldrun fólks með þroskahömlun hefst oft fyrr en hjá öðrum.


Þar sem öldrun fólks með þroskahömlun hefst oft fyrr en hjá öðrum verður öldrunarþjónusta fyrir þann hóp fyrst og fremst að taka mið af mati á aðstæðum og heilsu einstaklinganna en ekki einvörðungu aldri. Þeir skulu eiga rétt á öldrunarþjónustu þegar fagleg úttekt á heilsufari þeirra og félagslegri stöðu bendir til að þörf sé á slíkri þjónustu. Aldursmörk eiga ekki að setja slíkri þjónustu skorður. Fólk skal fá öldrunarþjónustu sem viðbót við þá þjónustu sem það þegar hefur vegna fötlunar sinnar.

Aldrað fólk skal eiga rétt á að búa við góðar heimilisaðstæður eins lengi og það óskar og ráðstafa sjálft lífeyri sínum og eigum.
Aldraðir einstaklingar sem eru fatlaðir skulu, ef þörf er á og þeir sjálfir óska, fá stofnanaþjónustu á litlum persónulegum heimiliseiningum í heimabyggð sinni.
Þjónusta við aldrað fólk sem er fatlað skal vera fjölbreytt og miðuð við þarfir hvers og eins.

Tryggja þarf nána samvinnu félags- og heilbrigðiskerfis og sameiginlega ábyrgð svo þjónusta við aldrað fólk taki alltaf mið af öllum þörfum þess.

Ítarefni: