Stjórnmálaþáttaka fatlaðs fólks

Landssamtökin Þroskahjálp hafa gefið út bækling til þess að styðja við stjórnmálaþátttöku fatlaðs fólks. Bæklingurinn var gefinn út í kjölfar þess að samtökin hittu þingflokkana vorið 2021, fyrir Alþingiskosningarnar 25. september, til að kynna áherslur Þroskahjálpar.

Í bæklingnum er að finna upplýsingar um réttindi fatlaðs fólks, yfirlit um helstu hindranir sem fatlað fólk mætir, leiðir fyrir stjórnmálaflokka til að skapa flokksstarf sem býður fatlað fólk velkomið og fleira.

Skoða bæklinginn á Issuu

Skoða bæklinginn sem PDF