Kjör skjólstæðinga Landssamtakanna Þroskahjálpar skulu taka mið af almennum
lífskjörum.
Taka skal tillit til þess kostnaðar sem hlýst af völdum fötlunar.
Almannatryggingakerfið þarf að vera einfalt í sniðum og auðskiljanlegt.
Allt vinnandi fólk á rétt á greiðslu til lífeyrissjóða.
Bætur almannatrygginga skulu fara stighækkandi eftir því sem örorka er fyrr tilkomin á lífsleiðinni.
Til að geta notið fullrar þátttöku í samfélaginu þurfa kjör skjólstæðinga Landssamtakanna Þroskahjálpar að taka
mið af almennum lífskjörum. Mikilvægt er að þar sé tekið sé fullt tillit til þess kostnaðar sem hlýst vegna fötlunar.
Skjólstæðingar Landssamtakanna Þroskahjálpar er flest fólk sem vegna fötlunar sinnar frá barnsaldri hefur ekki upp á neitt annað að
hlaupa en bætur almannatrygginga. Það hefur ekki átt þess kost að koma sér upp eignum eða safna sjóðum og nýtur fæst verndar
lífeyrissjóða.
Almannatryggingakerfið þarf ætíð að taka mið af þessum staðreyndum svo þessi hópur geti notið sambærilegra lífskjara og
annað fólk.
Almannatryggingakerfið þarf að vera einfalt í sniðum og auðskiljanlegt og vera hvetjandi, fyrir þá sem treysta sér, að taka þátt
í atvinnulífinu og atvinnurekendur. Allt vinnandi fólk á rétt á greiðslu til lífeyrissjóða.
Ítarefni:
- Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Formáli: t
Greinar: 28.