Múrbrjóturinn

Á hverju ári veita Landssamtökin Þroskahjálp viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, í tengslum við alþjóðadag fatlaðs fólks 3. desember.

Múrbrjóturinn dregur nafn sitt af því að viðurkenningin er veitt þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að því að það fái tækifæri til að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra.

Verðlaunagripurinn er smíðaður á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar.

Frá árinu 1993 hefur Þroskahjálp haldið upp á alþjóðadag fatlaðs fólks og veitt viðurkenninguna.

2021

  • Þórir Gunnarsson fyrir baráttu fyrir aðgengi að listnámi án aðgreiningar og framlag á sviði lista.
  • Harpa Björnsdóttir fyrir baráttu fyrir lista- og menningarlífi án aðgreiningar. 
  • Kristinn Jónasson fyrir mikilvægt framtak og öflugt íþróttastarf í þágu fatlaðra barna.
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, afhenti. 

2020

  • Veftímaritið Flóra hlaut Múrbrjótinn fyrir að skapa vettvang þar sem reynsluheimur fatlaðra kvenna fær umfjöllun og honum lyft í femínískri umræðu.
  • Landssamband ungmennafélaga, LUF, hlýtur Múrbrjótinn vegna framlags í þágu margbreytileikans og jafnra tækifæra fyrir ungt fólk. 
  • Friðrik Sigurðsson, starfsmaður Þroskahjálpar, afhenti.

2019

  • Tabú – femínísk fötlunarhreyfing hlaut Múrbrjótinn fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu.
  • Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen hlutu Múrbrjótinn fyrir verkið„Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.
  • Einhverfusamtökin fyrir heimildarmyndina „Að sjá hið ósýnilega“, heimildarmynd um reynsluheim einhverfra kvenna. 
  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, afhenti.

2018 

  • Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Þorpið, frístundamiðstöð á Akranesi, vegna framlags í þágu margbreytileikans og jafnra tækifæra.

  • Geitungarnir, vinnu- og virknitilboð í Hafnarfirði, vegna framlags í þágu aukinna tækifæra fatlaðs fólks á vinnumarkaði.

  • Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar, afhenti.

2017

  • María Hreiðarsdóttir fyrir lífssögu sína sem hún segir í bókinni „Ég lifði í þögninni“.

  • Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum forsætisráðherra og félagsmálaráðherra, afhenti.

2016

  • Myndlistaskólinn í Reykjavík vegna diplómanáms í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun og framlags sem felst í þágu jafnra tækifæra til náms og listsköpunar.

  • Eliza Jean Reid, forsetafrú, afhenti.

2015

  • Aðalheiður Sigurðardóttir fyrir verkefni sitt „Ég er unik“.

  • Elín Sveinsdóttir fyrir framleiðslu þáttanna Með okkar augum.

  • Elís Kjartansson fyrir innleiðingu nýrra aðferða við rannsókn ofbeldismála gegn fötluðu fólki.

  • Eygló Harðardóttir velferðarráðherra afhenti.

2014

  • Mæðgurnar Embla Guðrúnar og Ágúsdóttir og Guðrún Hjartardóttir fyrir fræðsluerindið „Af hverju er barnið mitt ekki úti að éta sand?

  • Stígamót fyrir það frumkvæði að ráða sérfræðing í málefnum fatlaðs fólks til starfa.

  • Birna Guðrún Baldursdóttir fyrir að starfrækja klúbb fyrir ungmenni á einhverfurófi á Akureyri.

  • Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra afhenti.

2013

  • Hestamannafélagið Hörður fyrir frumkvöðlastarfs í hestaíþróttum fatlaðra barna og ungmenna.

  • GÆS-ar hópurinn fyrir nýsköpun í atvinnumálum fatlaðs fólks.

  • Jarþrúður Þórhallsdóttir fyrir að hafa með bók sinni „Önnur skynjun – ólík veröld“ aukið skilningi á einhverfu.

  • Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra afhenti.

2012

  • Ríkisútvarpið fyrir sýningu sjónvarpsþáttanna Með okkar augum.

  • Benedikt Bjarnason fyrir frumkvöðlastarf að notendastýrðri persónulegri aðstoð.

  • Gísli Björnsson fyrir einarða baráttu fyrir notendastýrðri persónulegri aðstoð.

  • Guðmundur Steingrímsson alþingismaður fyrir einarða baráttu fyrir notendastýrðri persónulegri aðstoð fyrir fatlað fólk á Íslandi.

  • Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra afhenti.

2011

  • Með okkar augum hópurinn fyrir sjónvarpsþáttagerð sem stuðlar að breyttri ímynd fatlaðs fólks í samfélaginu.

  • Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fyrir verkefni sem gerir fatlað fólk sjálft að málsvörum samningsins.

  • Sérfræðingarnir fyrir atvinnustefnu sem byggir á styrkleikum einstaklinga.

  • Katrín Jakobsdóttir mennta og menningarmálaráðherra afhenti.

2010

  • Æfingastöðin á Háaleitisbraut fyrir fjölskyldumiðaða þjónustu sem leggur áherslu á heildræna þjónustu við barnið og fjölskyldu þess og sveigjanleg úrræði.

  • Dr. Kristín Björnsdóttir fötlunarfræðingur fyrir samvinnurannsóknir sínar með fólki með þroskahömlun.

  • Guðbjartur Hannesson félags- og tryggingamálaráðherra afhenti.

2009

  • Norðlingaskóli í Reykjavík fyrir skólastefnu sína um nám fyrir alla nemendur án aðgreiningar.

  • Mjólkursamsalan á Selfossi fyrir atvinnustefnu sem hefur stuðlað að aukinni atvinnuþátttöku fatlaðs fólks.

  • List án landsmæra sem er menningarhátíð með það hlutverk að stefna saman fötluðum og ófötluðum listamönnum.

  • Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra afhenti.

2008

  • Dr. Guðrún V. Stefánsdóttir sem varði doktorsritgerð sína um lífssögur Íslendinga með þroskahömlun

  • Guðbrandur Bogason fyrir að auðvelda fólki með þroskahömlun ökunám.

  • Hrannar Björn Arnarson afhenti í fjarveru Jóhönnu Sigurðardóttur félags- og tryggingamálaráðherra.

2007

  • Kennaraskóli Íslands fyrir starfstengt diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun.

  • Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri í fjarveru menntamálaráðherra.

2006

  • Freyja Haraldsdóttir fyrir að stuðla að breyttri ímynd fatlaðs fólks með fyrirlstrum sínum í framhaldsskólum

  • ASÍ og Hlutverk – samtök um vinnu og verkþjálfun fyrir að hafa unnið ötullega að réttindabaráttu fókls með fötlun á vinnumarkaði.

  • Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra afhenti.

2005

  • Atvinna með stuðningi – Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík, svæðisskrifsofa málefna fatlaðra á Reykjanesi og Félagsþjónustan á Akureyri fyrir að vinna markvisst að því að skapa fötluðu fólki atvinnutækifæri með stuningi.

  • Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ og Ingimundur Sigurpálsson formaður Samtaka   atvinnulífsins afhentu.

2004

  • Íþróttasamband fatlaðra vegna öflugrar starfsemi í 25 ár.

  • Leikskólinn Kjarrið vegna starfsmanna- og uppeldisstefnu sinnar.

  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti.

2003

  • Garðar Sverrisson formaður ÖBÍ vegna samnings um aldurstengingu grunnlífeyris örorkubóta.

  • Fjölmennt, fullorðinsfræðsla fatlaðra fyrirr öflugt listastarf.

  • Landssöfnun Sjónarhóls fyrir átak til betra lífs fyrir sérstök börn.

  • Árni Magnússon félagsmálaráðherra afhenti.

2002

  • Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi vegna þjónustu við börn með fötlun og fjölskyldur þeirra.

  • Rannveig Traustadóttir dósent við Háskóla Íslands vegna uppbyggingar fræðastarfs í þágu fólks með fötlun.

  • Dóra S. Bjarnason dósent við Kennaraskóla Íslands vegna einarðrar baráttu og rannsókna í þágu fólks með fötlun.

  • Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor við Háskóla Íslands vegna grundvallarspurninga sinna um siðferði snemmómskoðunar.

  • Páll Skúlason háskólarektor afhenti.

2001

  • Karl Lúðvíksson vegna uppbyggingar sumardvalar á Löngumýri og starfa að kennslumálum.

  • Björn Bjarnason menntamálaráðherra vegna uppbyggingar á fjögurra ára námi fyrir ungmenni með þroskahömlun við almenna framhaldsskóla.

  • Átak félag fólks með þroskahömlun vegna baráttu þess fyrir réttindum félagsmanna sinna.

  • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti.

2000

  • Akureyrarbær fyrir samþættingu í þjónustu við fatlaða.

  • Nemendafélag Borgarholtsskóla vegna samskipunar fatlaðra og ófatlaðra í félagsstarfi.

  • Morgunblaðið fyrir góða umfjöllun um málefni fatlaðra og auðlesna síðu.

  • Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti.

1999

  • Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi fyrir stefnu sína í búsetumálum fatlaðra.

  • Foldaskóli fyrir markvisst starf við að bjóða fötluðum börnum nám í heimaskóla.

  • Tónstofa Valgerðar fyrir árungursríkt menningarstarf með fötluðum.

  • Soffía Pálsdóttir æskulýðsfulltrúii hjá ÍTR fyrir árangursríkt samstarf við fatlaða og fjölskyldur þeirra.

  • Björn Bjarnason menntamálaráðherra afhenti.