
Nú er opið fyrir umsóknir um sumarúthlutun.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 5. apríl.
Sækja um sumarúthlutun
Fatlað fólk og aðstandendur þeirra njóta forgangs.
Daðahús á Flúðum er orlofshús Þroskahjálpar
Daðahús er einbýlishús sem stendur við Akurgerði 10, Flúðum.
Húsið er útbúið sérstaklega fyrir fatlað fólk.
Hleðslustöð er fyrir rafbíla, internet og Apple TV.
Aðgengi og aðbúnaður er til fyrirmyndar.
Í húsinu eru 5 herbergi:
— 4 svefnherbergi
— baðherbergi, vel útbúið fyrir fatlað fólk
— gestasalerni með sturtu
Svefnpláss fyrir 7-10 manns:
— 6 rúm
— 1 sjúkrarúm
— lausar dýnur
Að auki:
— Lyftari
— Heitur pottur, með aðgengi fyrir lyftara
— Sturtustóll
— Sturtubekkur
Í Daðahúsi eru tvö tímabil: sumar og vetur
Á sumrin er úthlutun eftir umsóknum, sem eru auglýstar sérstaklega í mars eða apríl á hverju ári.
Fatlað fólk og aðstandendur þeirra njóta forgangs.
Þroskahjálp velur úr umsóknum og skoðar hvaða einstaklingar hafa áður fengið úthlutun á síðustu árum.
Á veturna er húsið opið öllum umsækjendum, og bókunarkerfið opið allt árið.
Sumarúthlutun
Sumartímabilið í Daðahúsi er frá 5. maí til 3. nóvember.
Umsóknir eru auglýstar sérstaklega í mars eða apríl á hverju ári.
Nú er opið fyrir umsóknir um sumarúthlutun.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 5. apríl.
Sækja um sumarúthlutun
Vetrarbókanir
Vetrartímabil fyrir Daðahús er frá miðjum september fram í miðjan maí.
Þú bókar vetrardvöl í Daðahúsi með bókunarkerfi neðst á þessari síðu.
Dagar og verð
Mánudagur til föstudags 21.000 kr. |
Vika (föstudagur til föstudags) 42.000 kr. |
Föstudagur til mánudags 21.000 kr. |
Tvær vikur (föstudagur til föstudags) 75.600 kr. |
Bókun er ekki staðfest fyrr en Þroskahjálp hefur samþykkt bókunina.
Síðast uppfært 17.3.2003