Daðahús

Timburhús á einni hæð. Dökkbrúnt. Séð utan frá, garður í forgrunni og sést inn um glugga í stofu. Tréin eru lauflaus og grasið ekki orðið grænt. Húsið er ekki nýtt en hlýlegt.

Daðahús á Flúðum, við Akurgerði 10, er heilsárshús sem er útbúið sérstaklega fyrir fatlað fólk. 

Húsið er með góðu aðgengi, svefnplássi fyrir 7-10 manns, heitum potti og góðum aðbúnaði. 

Aðbúnaður og aðgengi

Aðgengi í Daðahúsi er mjög gott.
Svefnpláss: 4 rúm, 1 sjúkrarúm, svefnsófi (150 cm) og lausar dýnur.
Hleðslustöð er fyrir rafbíla.
Internet og Apple TV.

  • Sjúkrarúm: já
  • Lyftari: já
  • Heitur pottur: já, með aðgengi fyrir lyftara
  • Sturtustóll: já
  • Sturtubekkur: já

Smelltu hér til að sjá myndir af Daðahúsi

Sumarbókanir

Lokað er fyrir bókunarkerfi yfir sumartímabilið sem nær frá 15. maí til 15. september. 
Sækja þarf um dvöl í Daðahúsi fyrir sumartímabilið og er umsóknarferlið auglýst sérstaklega í mars/apríl.

Mikilvægar upplýsingar um vetrarbókanir

Vetrartímabil fyrir Daðahús er frá miðjum september fram í miðjan maí.
Til að bóka Daðahús yfir veturinn þarf að nota bókunarkerfi hér að neðan. 
Á veturna er í boði að vera í Daðahúsi:

  • frá föstudegi til mánudags, verð er 21.000 kr. EÐA
  • frá mánudegi til föstudags, verð er 21.000 kr. EÐA
  • í heila viku, frá föstudegi til föstudags, verð er 42.000 kr. EÐA
  • 2 vikur, frá föstudegi til föstudags, verð er 75.600 kr.

Athugið að bókun er ekki staðfest fyrr en Þroskahjálp hefur samþykkt bókun þína.