Sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk

Nauðung er athöfn sem skerðir sjálfsákvörðunarrétt einstaklings og fer fram gegn vilja hans eða þrengir svo að sjálfsákvörðunarrétti hans að telja verði það nauðung þrátt fyrir að einstaklingur mótmæli athöfninni ekki.

Þjónustuaðilar, forstöðumenn, réttindagæslumenn fatlaðs fólks, persónulegir talsmenn, aðstandendur getur sótt um eða aðstoðað fatlað fólk að óska eftir ráðgjöf ef það telur að nauðungu sé beitt.

Sérfræðiteymið starfar samkv. lögum nr. 88/2011 um réttindagæslu fyrir fatlað fólk og reglugerð nr. 970/2012 um sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk.

Hlutverk sérfræðiteymisins er að veita þjónustu, ráðgjöf og leiðbeiningar sem er ætlað að bæta lífsgæði fatlaðs fólks og reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir nauðung í þjónustunni. 

 

                                     

Salóme Anna Þórisdóttir
starfsmaður sérfræðiteymis um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk

Sími: 545 8100 eða 863 7787
Tölvupóstfang: salome.anna@frn.is

 

Leiðbeiningar um umsóknarferil vegna banns við beitingu nauðungar og fjarvöktunar