Sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk

                                     

Salóme Anna Þórisdóttir starfsmaður sérfræðiteymis um aðgerðir

til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk

Sími: 545-8100 eða 863-7787
Tölvupóstfang: salome.anna@gef.is

Salóme er starfsmaður sérfræðiteymis um aðgerðir til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk. Þjónustuaðilar s.s. forstöðumenn eða aðrir s.s. réttindagæslumenn fatlaðs fólks/talsmenn/aðstandendur geta sótt um og/eða aðstoðað fatlað fólk til að sækja sjálft um ráðgjöf ef það telur sig vera beitt nauðung.

Sérfræðiteymið starfar samkv. lögum nr. 88/2011 um réttindagæslu fyrir fatlað fólk og reglugerð nr. 970/2012 um sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk. Hlutverk sérfræðiteymisins er að veita þjónustu, ráðgjöf og leiðbeiningar sem er ætlað að bæta lífsgæði fatlaðs fólks og reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir nauðung í þjónustunni. Samkvæmt V. kafla laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk er nauðung athöfn sem skerðir sjálfsákvörðunarrétt einstaklings og fer fram gegn vilja hans eða þrengir svo að sjálfsákvörðunarrétti hans að telja verði það nauðung þrátt fyrir að einstaklingur mótmæli athöfninni ekki.

Þetta getur átt við mjög margar athafnir í daglegu lífi en til að gefa dæmi þá erum við að tala um þegar húsnæði manneskju með fötlun er læst og/eða hún er flutt á milli staða gegn eigin vilja. Einnig hvers konar valdbeiting og þvingun (líkamleg eða ekki) og svo mætti lengi telja.