Húsbyggingasjóður Þroskahjálpar

Landssamtökin Þroskahjálp reka húsbyggingasjóð sem byggir og kaupir íbúðir sem eru leigðar fötluðu fólki. Markmið sjóðsins er að greiða fyrir að sveitarfélög standi betur og fyrr við lagalegar skuldbindingar sínar um að sjá fötluðu fólki fyrir hentugu húsnæði fyrir leigugjald sem það geur ráðið við. Húsbyggingasjóður á nú og rekur 70-80 íbúðir á nokkrum stöðum á landinu sem leigðar eru fötluðu fólki samkvæmt ákvörðun viðkomandi sveitarfélaga.