Fréttir

Ágústa Erla Þorvaldsdóttir látin

Varaformaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, Ágústa Erla Þorvaldsdóttir, lést á Landspítalanum 23. ágúst síðastliðinn.
Lesa meira

Nei ekki aftur

Eftirfarandi er grein sem Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, skrifaði um mikilvægi þess að nemendur á starfsbrautum framhaldsskólanna fái þá kennslu sem þeir eiga rétt. Það er mismunun fólgin í því að það velti á því í hvaða skóla nemendur ganga hvort þeir njóti menntunar og/eða frístundastarfs eða ekki. Sama gildir um nemendur á öðrum skólastigum. Þroskahjálp leggur því mikla áherslu á að allra leiða sé leitað til þess að tryggja óskerta kennslu og þjónustu eins og sóttvarnareglur leyfa. Við beinum eftirfarandi tilmælum til stjórnvalda:
Lesa meira

Ný gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk

Þessi gæðaviðmið voru unnin m.a. í samvinnu við Þroskahjálp, þau eru einnig í auðlesinni útgáfu og hvetjum við alla til að kynna sér þau.
Lesa meira

Dóra S. Bjarnason látin

Dóra S. Bjarnason, prófessor emerita í félagsfræði og fötlunarfræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, lést á heimili sínu 5. ágúst sl.
Lesa meira

10. Þáttaröðin Með okkar augum

Tíunda röðin af þessi vinsælu og margverðlaunuðu þáttum er nú tilbúin og hefjast sýningar þáttanna miðvikudaginn 12. ágúst kl. 19.40.
Lesa meira

Enginn með skerta starfsgetu á skrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins

Það vekur sérstaka eftirtekt Landssamtakanna Þroskahjálpar að þrátt fyrir loforð ríkisstjórnarinnar um að ríkið muni ganga á undan með góðu fordæmi og ráða fólk með skerta starfsgetu til hins opinbera benda svör Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, eindregið til að engin slík vinna hafi átt sér stað.
Lesa meira

Þroskahálp óskar eftir fundi með félagsmálaráðuneytinu og UNICEF

Þann 26. júní s.l. sendu Landssamtökin Þroskahjálp félagsmálaráðuneyti og UNICEF erindi vegna verkefnisins „Barnvæn samfélög“, þar sem unnið er að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í sveitarfélögum víðs vegar um landið. Óskuðu samtökin jafnframt eftir fundi með ráðuneyti og UNICEF til að ræða verkefnið.
Lesa meira

Námskeið um persónulega talsmenn

Lesa meira

Þú átt þinn kosningarétt!

Forsetakosningar fara fram 27. júní. Valið stendur á milli tveggja frambjóðenda.
Lesa meira

Gengur atvinnusköpun mannréttindum framar?

Á dögunum birti Fréttablaðið frétt um að Reykjanesbær hafi verið jákvæður gagnvart opnun öryggisvistunar í bæjarfélaginu.
Lesa meira