02.09.2016
Skrifstofan á Háaleitisbrautinni verður lokuð í dag - verðum á Fundi fólksins við Norræna húsið í dag og á morgun. Hittumst þar
Lesa meira
23.08.2016
STOLTGANGAN 2016
Við göngum á ólíkan hátt - en öll í sömu átt
Í Stoltgöngunni göngum við saman hönd í hönd og berum höfuðið hátt.
Gangan verður laugardaginn 3. september og verður lagt af stað frá Austurvelli klukkan 11:30 (hálf tólf) og gengið að Norræna Húsinu.
Lesa meira
12.08.2016
Á heimasíðu innanríkisráðuneytisins birtist 10. ágúst sl. frétt um að skýrsla um stöðu mannréttindamála á Íslandi hefði verið send til Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er hluti af reglubundinni allsherjarúttekt SÞ á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum og verður hún tekin fyrir hjá vinnuhópi SÞ í nóvember nk.
Lesa meira
08.08.2016
Fyrr í sumar samþykkti Alþingi frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, til laga um almennar íbúðir. Markmið laganna er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með auknu aðgengi að hentugu íbúðarhúsnæði til leigu og að tryggja að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda. Lögin fela í sér nýja umgjörð um fjármögnun, rekstur og úthlutun almennra íbúða sem verða að hluta fjármagnaðar með stofnframlögum úr ríkissjóði og frá sveitarfélögum.
Lesa meira
08.08.2016
Nú er vinna við þættina Með okkar augum á lokasprettinum og viljum við þakka öllum þeim sem komu að gerð þeirra svo og allan stuðning og velvild. Það er okkur sannarlega ómetanlegt.
Lesa meira
04.07.2016
Landssamtökin Þroskahjálp telja að staðan hvað varðar mannréttindi fatlaðs fólks fái miklu minna vægi í skýrsludrögunum en tilefni er til og eðlilegt er, í ljósi stöðu þeirra mála á Íslandi almennt og hinnar miklu opinberru umræðu og gagnrýni síðustu misseri þar sem meðal annars fatlaðir, réttindasamtök þeirra, fræðasamfélag, sérfræðingar og eftirlitsaðilar hafa kallað eftir endurskoðun og úrbótum á veigamiklum þáttum er varða réttindi fatlaðs fólks.
Lesa meira