Fréttir

Vopnuð átök, vernd flóttamanna og fatlaðs fólks

Landssamtökin Þroskahjálp sendum neðangreint bréf velferðar- og innanríkisráðuneytum, Sambandi ísl. sveitarfélaga og Rauða krossinum á íslandi
Lesa meira

Virðum mannréttindi allra barna - áskorun send stjórnvöldum

Lesa meira

Bókun vegna lokasamkomulags ríkis og sveitarfélaga um fjárhagsramma í þjónustu við fatlað fólk

Bókun 11. desember 2015 Ég undirrituð, fulltrúi Landssamtakanna Þroskahjálpar, í samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks, lýsi vonbrigðum með að loksamkomulag ríkis og sveitarfélaga um fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk, sem undirritað var í dag, skuli ekki taka til þeirra fötluðu einstaklinga sem nú búa á Landspítala í Kópavogi. Brýnt er að hlutaðeigandi stjórnvöld finni svo skjótt sem verða má lausn á þjónustu- og búsetumálum þeirra í samræmi við þarfir þeirra og réttindi
Lesa meira

Efni: Frumvarp um heimild til framlengingar á einkaleyfi til reksturs talnagetrauna.

Heil og sæl Unnur Brá. Við beinum þessu erindi til þín sem formanns allsherjar og menntamálanefndar. Eins og þú veist er nefndin með til umfjöllunar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um happdrætti og talnagetraunir (framlenging starfsleyfa) - Þingskjal 236 — 224. mál. Í 4. gr. frumvarpsins er lagt til að framlengd verði til ársins 2034 heimild ráðherra til að veita Íþróttasambandi Íslands, Ungmennafélagi Íslands og Öryrkjabandalagi Íslands leyfi til þess að starfrækja saman, í nafni félags sem samtök þessi stofna (Íslensk getspá) svonefndar talnagetraunir. Með sömu lögum er sú starfsemi bönnuð öðrum.
Lesa meira

Vistun barna á Kópavogshæli

Vistheimilanefnd óskar vinsamlegast eftir því að þeir sem vistaðir voru sem börn á Kópavogshæli, eða aðstandendur þeirra, og hafa áhuga á því að veita nefndinni viðtal og upplýsa hana um vistunina, hafi samband við nefndina fyrir 1. febrúar 2016 í síma 545 8461 eða á netfangið vistheimilanefnd@for.is
Lesa meira

Lokasamkomulag um fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk

Ríki og sveitarfélög undirrituðu í dag lokasamkomulag um fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Einnig var kynnt skýrsla verkefnisstjórnar um faglegt og fjárhagslegt mat á yfirfærslu málaflokksins til sveitarfélaganna Nánari upplýsingar um samkomulagið og skýrslu verkefnisstjórnar er hægt að nálgast á vef velferðarráðuneytisins. Nánari upplýsingar um samkomulagið er hægt að nálgast á vef velferðarráðuneytisins.
Lesa meira

Auglýst eftir tilnefningum til listamanns Listar án landamæra 2016

Auglýst er eftir tilnefningum til listamanns Listar án landamæra 2016. Árið 2015 var það listamaðurinn Karl Guðmundsson sem hlaut titilinn og prýddu verk hans allt kynningarefni hátíðarinnar. Tilnefningar og ábendingar sendist í tölvupósti á netfangið: listanlandamaera@gmail.com fyrir 1. janúar 2016. Senda þarf í hið minnsta fjórar myndir af verkum eftir listamanninn og ferilskrá sem rekur fyrri sýningar og listræn störf.
Lesa meira

Nýjar leiguíbúðir fyrir fatlað fólk

Landssamtökin Þroskahjálp og Hafnarfjarðarbær skrifuðu í dag undir samkomulag vegna lóðar að Öldugötu 41 í Hafnarfirði. Til stendur að húsbyggingarsjóður Þroskahjálpar reisi þar leiguíbúðir ætlaðar sex fötluðum einstaklingum. Áætlað er að húsið verði tilbúið til notkunar 2018.
Lesa meira

Umsögn um aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til 4 ára

Til velferðarnefndar. 2. desember 2015 Efni: Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára (þingskjal 405 – 338.mál). Landssamtökin Þroskahjálp þakka velferðarnefnd Alþingis fyrir að fá tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum varðandi ofangreinda þingsályktunartillögu á framfæri við nefndina. Samtökin fagna því að stjórnvöld skuli setja fram stefnu og aðgerðaáætlun í þessum afar mikilvæga málaflokki, þar sem mjög mörg og brýn viðfangsefni bíða úrlausnar, en samtökin vilja nota þetta tækifæri til að koma eftirfarandi athugasemdum og ábendingum sérstaklega á framfæri við velferðarnefnd.
Lesa meira

Múrbrjótar 2015

Landssamtökin Þroskahjálp afhentu í dag Múrbrjótinn sem er viðurkenning til aðila sem þykja hafa sýnt gott frumkvæði og ýtt undir nýsköpun varðandi þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, og þannig sýnt samfélagslega ábyrgð. Við athöfinna flutti Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður samtakanna meðfylgjandi ávarp.
Lesa meira