Halli sigurvegari lífssaga fatlaðs manns

HALLI SIGURVEGARI

Ný íslensk heimildarmynd um Harald Ólafsson (Halla), hreyfihamlaðan mann sem var vistaður sem barn á Kópavogshæli og dvaldist þar fram á fullorðinsár. Kerfið dæmdi hann úr leik og ákvað að hann gæti ekkert lært. Heimildarmynd um áhugaverðan mann og merkilegt lífshlaup hans, fordóma og órétt, kjark og vináttu og veröld sem var.
 
Verður sýnd á RUV þriðjudaginn 7. mars kl. 20:05.