Fréttir

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar (LÞ) um frumvarp til laga um almannatryggingar o.fl. (einföldun bótakerfis, breyttur lífeyristökualdur o.fl.), 857. mál.

Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að fá ofangreint frumvarp sent til umsagnar og fagna endurskoðun og einföldun almannatryggingakerfisins sem er löngu tímabær og nauðsynleg. Landssamtökin þroskahjálp hafa sem heildarsamtök fatlaðs fólks tekið þátt í starfi nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins og hafa á þeim vettvangi og með bókun við skýrslu nefndarinnar komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Hestu athugasemdir samtakanna hafa snúið að aukinni tekjutengingu, sérstaklega vegna atvinnutekna með hærra skerðingarhlutfalli og afnámi frítekjumarks.
Lesa meira

Þingsályktunartillaga um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks lögð fram á Alþingi

Utanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þar sem leitað er heimildar Alþingis til fullgildingar á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Fyrri umræða um þingsályktunartillöguna er á dagskrá Alþingis í dag. Landssamtökin Þroskahjálp fagna því að þingsályktunartillagan skuli vera fram komin því að löngu er tímabært að Ísland fullgildi þennan mikilvæga mannréttindasamning sem var gerður fyrir um tíu árum síðan. Í þingsályktunartillögunni sem nú liggur fyrir Alþingi segir m.a.:
Lesa meira

Mannréttindi og metnaðarleysi.

Grein sem birtist í Kjarnanum 28. júní - eftir Bryndísi Snæbjörnsdóttur formann samtakanna og Árna Múla Jónasson framkvæmdastjóra.
Lesa meira

Nýr starfsmaður

Nú hefur nýr starfsmaður bæst í hópinn hjá samtökunum, Símon Gísli Ólafsson KR-ingur með meiru! Símon er húsasmíðameistari og mun hafa eftirlit með húseignum samtakanna og sjá um viðhald og endurbætur. Við bjóðum Símon velkominn til starfa.
Lesa meira

„Til umhugsunar“ – Föstudagspistlar Friðriks Sigurðssonar.

Friðrik Sigurðsson fyrrverandi, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar, mun á næstunni birta hér á heimasíðu samtakanna pistla um ýmislegt sem varðar málefni, hagsmuni og réttindi fólks með þroskahömlun og annars fatlaðs fólks.
Lesa meira

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar (LÞ) um tillögu til þingsályktunar um fjölskyldustefnu fyrir árin 2017-2021 með áherslu á börn og barnafjölskyldur. (813. mál).

Lesa meira

Glærur frá morgunfundi í ráðhúsinu - búseta fólks með þroskahömlun

Rannsóknasetur í fötlunarfræðum, Landssamtökin Þroskahjálp og Velferðarsvið Reykjavíkur stóðu að morgunfundi um búsetu fólks með þroskahömlun. Hægt er að nálgast efni frá fundinum hér.
Lesa meira

Morgunfundur í ráðhúsinu - búseta fólks með þroskahömlun

Rannsóknasetur í fötlunarfræðum, Landssamtökin Þroskahjálp og Velferðarsvið Reykjavíkur stóðu að morgunfundi um búsetu fólks með þroskahömlun. Hægt er að nálgast efni frá fundinum hér.
Lesa meira

Búseta fólks með þroskahömlun- Morgunfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur

Rannsóknasetur í fötlunarfræðum, Landssamtökin Þroskahjálp og Velferðarsvið Reykjavíkur bjóða til morgunfundar. Boðið er til morgunfundar með tveimur bandarískum sérfræðingum um málefni fatlaðs fólks. Báðir hafa starfað í áratugi á þessum vettvangi, ekki síst í þróun búsetu og eftirliti með gæðum hennar. Þeir hafa m.a. unnið í anda dr. Wolf Wolfensbergers (1934-2011) fræðimanns og áhrifamikils frumkvöðuls í málefnum fatlaðs fólks.
Lesa meira

Hvað gerist þegar fólk nær 18 ára aldri?

Landssamtökin Þroskahjálp í samvinnu við réttindavakt velferðaráðuneytisins standa fyrir fræðslukvöldum um þær breytingar sem verða í lífi fatlaðs fólks við það að komast á fullorðinsár. Fyrstu tvö kvöldin voru í maímánuði og var þar fjallað um þær breytingar sem eiga sér stað á réttarstöðu fólks við 18 ára aldur . Í september verða þrjú fræðslukvöld til viðbótar um nám að loknum framhaldsskóla, atvinnumál og að flytja að heiman. Öll fræðslukvöldin verða að Háaleitisbraut 13. 4. hæð.
Lesa meira