13.04.2016
Almanakið fyrir árið 2016 er uppselt. Bestu þakkir til velunnara okkar fyrir stuðninginn. Dregið hefur verið í happdrættinu og þegar hafa nokkrir vinningshafar vitjað vinninga sinna. Undirbúningur almanaksins 2017 er þegar hafinn - og fer það væntanlega í sölu í lok september. Aftur - takk fyrir stuðninginn - við erum afar kát.
Lesa meira
05.04.2016
Landssamtökin Þroskahjálp héldu stefnumótunarfund 12. mars sl. Þátttaka á fundinum var mjög góð og umræður þar líflegar og skemmtilegar. Fjölmargar góðar og gagnlegar hugmyndir, tillögur og ábendingar komu fram á fundinum sem stjórn og skrifstofa samtakanna mun styðjast við, við mótun stefnunnar og rekstur samtakanna og til leiðbeiningar til að áherslur og stefna verði í sem bestu samræmi við skoðanir og vilja þeirra sem þau vinna fyrir.
Lesa meira
01.04.2016
Í dag var dregið í almanakshappdrætti samtakanna. Vinningar eru allt myndlist eftir íslenska listamenn.
Öllum þeim sem keyptu almanakið þökkum við stuðninginn.
Lesa meira
31.03.2016
Formenn Landssamtakanna Þroskahjálpar og Félags áhugafólks um Downs-heilkenni sendu heilbrigðisráðherra bréf 12. febrúar sl., þar sem fjallað er um fósturskimanir og fóstureyðingar, sérstaklega m.t.t. Downs-heilkennis. Í bréfinu er bent á að brýnt er og löngu tímabært að fram fari vönduð greining á lögum, reglum og framkvæmd varðandi fósturskimanir, og fóstureyðingar og þeim erfðafræðilegu, siðferðilegu og lagalegu álitamálum sem nauðsynlegt er að skoða ítalega í því sambandi.
Lesa meira
29.03.2016
Á þessu ári stendur yfir af hálfu Sameinuðu þjóðanna önnur úttekt á stöðu mannréttindamála hér á landi en fyrsta úttektin fór fram árið 2008 þegar Sameinuðu þjóðirnar hófu almenna úttekt á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum (Universal Periodical Review, UPR). Tilgangur úttektarferlisins er að varpa ljósi á það sem vel er gert í mannréttindamálum og benda á atriði sem betur mega fara.
Lesa meira