Fréttir

Upplýsinga- og umræðufundur um raunkostnað við framkvæmd samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).

Landssamtökin Þroskahjálp, Öryrkjabandalag Íslands, Ás styrktarfélag og NPA-miðstöðin héldu í gær, 28. október, upplýsinga- og umræðufund um raunkostnað við framkvæmd NPA samninga. Fundarboð var sent hlutaðeigandi stjórnendum sveitarfélaga, sveitarstjórnarfólki, alþingismönnum og hlutaðeigandi ráðuneytum og hagsmunasamtökum. Fundinn sóttu 30-40 manns úr stjórnkerfi, frá félagasamtökum og áhugafólk um málefnið.
Lesa meira

Bókun fulltrúa Landssamtakanna Þroskahjálpar í verkefnisstjórn samstarfsverkefnis um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar

Bókun fulltrúa Landssamtakanna Þroskahjálpar í verkefnisstjórn samstarfsverkefnis um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, sbr. bráðabuirgðaákvæði V í lögum um málefni fatlaðs fólks Lögð fram á fundi i verkefnisstjórnar 27. október 2015.
Lesa meira

Formaður endurkjörinn

Á landsþingi samtakanna var Bryndís Snæbjörnsdóttir einróma endurkjörin formaður til næstu tveggja ára. Nokkrar breytingar urðu á stjórn og má sjá nýja stjórn hér
Lesa meira

Ályktanir Landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar 2015.

Landssamtökin Þroskahjálp héldu landsþing sitt og aðalfund 16. og 17. okt. sl. Yfirskrift þings og fundar var Félagasamtök og mannréttindi. Í tengslum við þingið var haldin ráðstefna um hlutverk hagsmunasamtaka og stöðu Landssamtakanna þroskahjálpar þar sem fjallað var um þau mál frá ýmsum hliðum og flutt fróðleg erindi af hálfu fólks sem tengist samtökunum með beinum hætti sem og af fulltrúum félaga sem samtökin starfa með og stjórnvalda sem ábyrgð bera á þjónustu við fatlað fólk og samtökin veita stuðning og aðhald með ýmsum hætti.
Lesa meira

Breytingar á heimasíðu

Vekjum athygli breytingum á heimasíðu okkar. Nú eru komnir tveir nýir tenglar, annars vegar „Álit og umsagnir“ og hins vegar „Greinar, ávörp o.þ.h.“
Lesa meira

Umboð, vald og virðing

Lesa meira

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar á frumvarpi til laga um almannatryggingar

Landssamtökin Þroskahjálp þakka velferðarnefnd fyrir að fá tækifæri til að skila umsögn um ofangreint frumvarp um breytingu á lögum um almannatryggingar og vilja koma eftirfarandi á framfæri við nefndina.
Lesa meira

Er málsókn málið?

Þann 30. júní sl. var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur þar sem tekist var á um réttmæti þess að hafna fötluðum einstaklingi lögbundna þjónustu á þeim forsendum að fjárheimildir þeirrar opinberu stofnunar sem þjónustuna átti að veita væru uppurnir.
Lesa meira

Ávarp formanns við setningu landsþings

Landsþing samtakanna var sett í kvöld. Hér má lesa ávarp formanns samtakanna Bryndísar Snæbjörnsdóttur.
Lesa meira

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10. október og á þessu ári hefur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin valið að yfirskrift hans verði „virðing í geðheilbrigði“ Virðing er margrætt hugtak án þess að eiga sér tæmandi skilgreiningu en öll berum við kennsl á virðingu þegar hún er auðsýnd og það sem mikilvægara er, við finnum fyrir því þegar hana skortir.
Lesa meira