29.12.2016
Í bráðabirgðaákvæði IV í lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðs fólks, hefur verið mælt fyrir um að félags- og húnsæðismálaráðherra skuli leggja fram frumvarp um að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verði „eitt meginform þjónustu við fatlað fólk.“ Alþingi samþykkti þetta ákvæði og setti í lögin fyrir 6 árum síðan, þ.e. árið 2010
Lesa meira
13.12.2016
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 13. desember 2006 um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Upphaf samningsins, ef svo má segja, er miðað við þann dag. Samningurinn er því 10 ára í dag, 13 desember 2016.
Markmið samningsins eru að „efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, jafnframt því að efla og vinna að virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn þess.“
Lesa meira
09.12.2016
Á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna segir um mannréttindadaginn:
Alþjóðlegi mannréttindadagurinn er haldinn 10. desember ár hvert. Þann dag árið 1948 var mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna samþykkt á allsherjarþingi þeirra.
Þessi dagur er til þess að minna okkur á skyldu okkar til að standa vörð um mannréttindi og ekki aðeins mannréttindi okkar sjálfra, heldur mannréttindi alls fólks. Margir hafa áhyggjur af þróun heimsmála. Brot gegn grundvallarréttindum fólks eru enn algeng hvarvetna í heiminum. Öfgaöfl beita fólk hroðalegu ofbeldi. Áróður sem þrífst á fordómum og hatri dynur á fólki. Mannúð og mannleg gildi eiga undir högg að sækja.
Við verðum að standa vörð um það mannle
Lesa meira
09.12.2016
Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent öllum borgar-, bæjar og sveitarstjórnum í landinu þetta bréf varðandi húsnæðismál fatlaðs fólks.
Lesa meira
03.12.2016
Formaður Þroskahjálpar sagði m.a. þetta um dóm í máli Salbjargar Óskar Atladóttur í ræðu sinni á afmælisráðstefnu samtakanna:
„Hæstiréttur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þessi mannréttindi sem fatlað fólk hefur samkvæmt regulgerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu og samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland hefur undirgengist séu bara orðin tóm. Falleg en innihaldslaus orð!
Ef stjórnvöld og dómstólar vilja ekki standa vörð um mannréttindi fatlaðs fólks verður Alþingi að bregðast strax við og gefa þeim með lögum skýr fyrirmæli um að gera það. Þessi dómur Hæstaréttar kallar á að lögum verði breytt til að þau standist kröfur samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Til að tryggja það sem best þarf að taka samninginn í íslensk lög eins og gert var með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“
Lesa meira