02.12.2016
Alþjóðadagur fatlaðs fólks er 3. desember ár hvert. Í tilefni af því og í tengslum við afmælisráðstefnu sem Landssamtökin þroskahjálp héldu samtökin 2. desember þar sem á þessu ári eru liðin 40 ár frá stofnun samtakanna veittu þau viðurkenningargrip sinn, Múrbrjótinn. Myndlistaskólinn í Reykjavík hlýtur Múrbrjótinn 2016 vegna diplómanáms í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun og þess framlags sem í því felst í þágu jafnra tækifæra til náms og listsköpunar.
Lesa meira
02.12.2016
-
02.12.2016
Landssamtökin Þroskahjálp eiga 40 ára afmæli á árinu. Í tilefni af því og alþjóðadegi fatlaðs fólks, sem er 3. desember, halda samtökin ráðstefnu á Grand hótel í Reykjavík eftir hádegi föstudaginn 2. desember nk. Í tengslum við ráðstefnuna verða „Múrbrjótar“ samtakanna afhentir en það er viðurkenning sem Landssamtökin Þroskahjálp veita aðilum sem að mati samtakanna hafa brotið niður múra í réttindamálum fatlaðs fólks og viðhorfum til þess.
Á ráðstefnunni verða flutt nokkur mjög áhugaverð erindi sem fjalla með einum eða öðrum hætti um hvað er samfélag fyrir alla þar sem allir fá tækifæri til að lifa góðu lífi og hvernig getum við öll saman skapað slíkt samfélag. Hver er ávinningurinn af því að skapa þannig samfélag fyrir alla og þá sem tilheyra meirihlutanum svonefnda ekkert síður en þá sem teljast til minnihlutahópa?
Þessi áhugverða afmælisráðstefna er ókeypis og öllum opinn og eru allir hvattir til að koma, fylgjast með, og taka þátt í henni, vera með þegar Múrbrjótarnir verða afhentir, þiggja léttar veitingar að því loknu og gleðjast saman í tilefni af fertugsafmæli Þroskahjálpar.
Lesa meira
29.11.2016
Hér á eftir fara nokkrar ábendingar sem Landssamtökin Þroskahjálp vilja koma á framfæri við innanríkisráðuneytið og önnur hlutaðeigandi stjórnvöld varðandi ofbeldi gegn fötluðu fólki og skyldu ríkisins til að tryggja fötluðu fólki aðgang að réttarkerfinu og vernd réttarkerfisins til jafns við aðra. Samtökin telja að líta beri mjög til þessara skyldna og eftirfarandi sjónarmiða við setningu reglna um lögreglurannsóknir og framkvæmd þeirra.
Lesa meira
25.11.2016
Stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar átelur harðlega það virðingar- og tillitsleysi sem allt of oft einkennir samskipti stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga við fatlað fólk.
Stjórnin bendir á að virðing og tillitssemi á vera leiðarljós við alla framkvæmd þjónustu við fatlað fólk, eins og er sérstaklega áréttað í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að virða og framfylgja.
Lesa meira
25.11.2016
Þjónustu við fólk með þroskahömlun hefur á undaförnum áratugum tekið miklum breytingum. Þær breytingar hafa haft það að markmiði að sjá til þess að þroskaheftir fái jafnan rétt við aðra þjóðfélagshópa í orði og á borði eins og segir stofnfundarályktun Landssamtakanna Þroskahjálpar frá árinu 1976. Vissulega hefur þessum markmiðum ekki verið náð nú 40 árum síðar. Samt sem áður eru þessi markmið fullkomlega raunhæf og sá vegvísir sem fara á eftir.
Lesa meira
18.11.2016
Atvinna er mikilvæg í lífi okkar allra. Vinnan er miðlæg á marga vegu. Hún er miðlæg í æviskeiði okkar og hún er einnig miðlæg á hverjum virkum degi, á milli svefns og tómstunda. Fyrir utan fjölskylduna, er fátt líklegra til að auka félagsauð hvers einstaklings en starfið hans.
Vinnan er mikilvægur hluti af sjálfsmynd okkar sem og þeirri ímynd sem aðrir hafa af okkur. Við spyrjum börnin okkar hvað þau ætla að verða þegar þau verði stór og ætlumst til að þau svari með því að tilgreina eitthvert starf. Þá er ekki nefndur sá tilgangur starfsins að sjá okkur farborða og gera okkur kleift að fá margvísleg efnisleg gæði.
Lesa meira
16.11.2016
Landssamtökin Þroskahjálp hafa í samvinnu við sjö önnur félagasamtök, hrint af stað undirskriftasöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að fella sálfræðiþjónustu nú þegar undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Með undirskrift tekur einstaklingur undir þá kröfu að sálfræðiþjónusta verði veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta.
Lesa meira
14.11.2016
Eins og ráðuneytinu er kunnugt er í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum, mælt fyrir um að ráðherra skuli hafa „eftirlit með framkvæmd laganna, þar á meðal að þjónusta, starfsemi og rekstur sveitarfélaga og annarra aðila samkvæmt lögum þessum sé í samræmi við markmið laganna, reglugerða og reglna settra samkvæmt þeim og að réttindi fatlaðs fólks séu virt.“
Lesa meira
11.11.2016
Sjálfræði fóllks með þroskahömlun er á ýmsan hátt vandasamt umræðu- og úrlausnarefni. Þar togast á annarsvegar réttur sérhverrar manneskju til að ráða lífi sínu og hinsvegar skylda samfélagsins til að sjá til þess að fólk sem ekki getur metið áhættu fari sér ekki að voða.
Lesa meira
07.11.2016
Í síðustu viku var kveðinn upp dómur í héraðsdómi Suðurlands þar sem felld var úr gildi ákvörðun sveitarfélagsins Grímsnes og Grafningshrepps og velferðarþjónustu Árnesþings um að synja kröfu sjö fatlaðra íbúa á Sólheimum í Grímsnesi um ferðaþjónustu.
Margt í máli þessu og dómnum er mikilvægt og áhugavert og varpar ljósi á aðstæður og réttindi fatlaðs fólks.
Lesa meira