Áskorun stjórnar Landssamtakanna Þroskahjálpar frá 14. apríl 2018 um breytingar á reglum um örorkubætur.

Á fundi stjórnar Landssamtakanna Þroskahjálpar sem haldinn var 14. apríl var eftirfarandi ályktun um breytingar á reglum um örorkubætur samþykkt samhljóða:

 

Áskorun stjórnar Landssamtakanna Þroskahjálpar frá 14. apríl 2018 um breytingar á reglum um örorkubætur.

Landssamtökin Þroskahjálp skora á stjórnvöld að samþykkja nú þegar þær breytingar á greiðslum  örorkulífeyris sem samstaða var um í nefnd um almannatryggingar sem skilaði af sér á vordögum 2016.

Þær tillögur sem samkomulag var um í nefndinni voru að  framfærsluuppbót yrði hluti af sameinuðum bótaflokki og þar með væri aflögð svokölluð króna á móti krónu skerðingu. Jafnframt lagði nefndin til að aldurstengd uppbót komi til viðbótar sameinuðum bótaflokki.

 Núverandi fyrirkomulag skerðir kjör öryrkja í hverjum mánuði. Aldurstengd uppbót sem ætluð er þeim sem hafa verið öryrkjar frá unga aldri tekur ekki tillit til þeirrar sérstöðu þeirra vegna skerðingar framfærsluuppbótar um sömu fjárhæð og nemur fjárhæð bótanna.

 Stjórnvöldum er ekkert að vanbúnaði að leiðrétta þetta ósanngjarna fyrirkomulag nú þegar og í framhaldi af því að skoða hvaða önnur atriði þarf að lagfæra í bótakerfinu, m.a. með tilliti til starfsgetumats.

Skýrsla nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar ásamt sérálitum og bókunum:

Lesa hér

Bókun Þroskahjálpar við skýrslu um endurskoðun laga um almannatryggingar:

lesa hér