Fréttir

Bréf til dómsmálaráðherra varðandi sanngirnisbætur

Lesa meira

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar.

Lesa meira

Diplómanám Myndlistaskólans í Reykjavík fyrir fólk með þroskahömlun. - Tækifæri til náms og listsköpunar sem má alls ekki glatast.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikilvægt það er fyrir fólk með þroskahömlun og alveg sérstaklega ungmenni að hafa tækifæri til menntunar eins og annað fólk og önnur ungmenni. Því miður eru þau tækifæri þó allt of fá hér á landi. Í íslenskum rannsóknum kemur fram að ungt fólk með þroskahömlun óskar eftir því að halda áfram námi að loknum framhaldsskóla og að þörf er á að auka aðgengi ungmenna með þroskahamlanir að námi á háskólastigi, þar með talið að listnámi.
Lesa meira

Að byrja á öfugum enda

„Það er mikið áhyggjuefni því að bláköld staðreyndin er sú að atvinnutækifæri fyrir fólk sem er með skerta starfsgetu vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum eru allt of fá og fábreytileg hér á landi. Ríki og sveitarfélög eru mjög stórir vinnuveitendur en gera samt mjög lítið til að tryggja fötluðu fólki þau tækifæri og almenni vinnumarkaðurinn er yfirleitt áhugalítill og ósveigjanlegur, jafnvel fordómafullur.“
Lesa meira

Til hlutaðeigandi stjórnvalda varðandi sanngirnisbætur

Lesa meira

Dregið í almanakshappdrættinu 2017

Búið er að draga í almanakshappdrætti samtakanna 2017. Vinningar eru allt myndir eftir íslenska listamenn.
Lesa meira

Stjórnvöld tryggi rétt til sanngirnisbóta.

Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent dómsmálaráðherra bréf þar sem skorað er á ráðherra og önnur hlutaðeigandi stjórnvöld að gera svo skjótt sem verða má nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að fólk með þroskahömlun sem var vistað á öðrum stofnunum en Kópavogshæli fái notið sanngirnisbóta með sambærilegum hætti.
Lesa meira

Þriðja fræðslukvöld Þroskahjálpar og Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöðvar

Þriðja fræðslukvöldaröð Þroskahjálpar og Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöðvar verður haldið þriðjudaginn 28. mars nk. kl. 20:00 að Háaleitisbraut 13. Í þetta sinn verður starfsemi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra kynnt, það gera þau Gerður Gústavsdóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Margrét Vala Marteinsdóttir og Vilmundur Gíslason.
Lesa meira

Verða mannréttindi fyrir alla?

Viljum við búa til og búa í samfélögum þar sem erfðavísindin verða nýtt til að finna þá sem eru „öðru vísi“ til að mögulegt verði að ákveða hvort þeir eiga að fæðast?
Lesa meira

Að fá ekki tækifæri til að krefjast jafnréttis

Grein sem birtist á Visir.is Við getum öll verið sammála um að jafnrétti kynjanna er mjög mikilvægt mannréttindamál. Við getum líka verið stolt af því að miðað við viðurkennda alþjóðlega mælikvarða stendur Ísland í fremstu röð varðandi kynjajafnrétti. Íslenskum ráðherrum finnst eðlilega mjög gaman að tala um það við kollega sína og blaðamenn í útlöndum.
Lesa meira