Fréttir

LANDSSAMTÖKIN ÞROSKAHJÁLP FJÖRUTÍU ÁRA.

Landssamtökin Þroskahjálp voru stofnuð árið 1976 og verða því fjörutíu ára á þessu ári. Með stofnun þeirra nýttist betur samtakamáttur ýmissa félaga sem öll hafa það markmið „að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum fólks með þroskahömlun sem og annarra fatlaðra, barna og fullorðinna og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna“, eins og segir í lögum samtakanna.
Lesa meira

Ofbeldi gegn fötluðu fólki

Ríkið hefur þá skyldu gagnvart öllu fólki að gera það sem mögulegt er til að verja það fyrir ofbeldi. Það er frumskylda ríkisvaldsins. Ríkið má ekki mismuna fólki og hópum fólks. Riki sem ver suma hópa fólks verr gegn ofbeldi en aðra brýtur gegn mjög mikilvægum mannréttindum. Það er grafalvarlegt mál og ríkið verður að bregðast við samkvæmt því.
Lesa meira

Dómur í máli Salbjargar Óskar Atladóttur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm í máli ungrar fatlaðrar konu, Salbjargar Óskar Atladóttur, gegn Reykjavíkurborg. Niðurstaða þessa dóms og sú túlkun laga og reglna sem þar er að finna hlýtur að valda miklum vonbrigðum og áhyggjum öllum þeim sem vilja búa í samfélagi án aðgreiningar þar sem mannréttindi eru í hávegum höfð og markvisst er að því stefnt að gefa öllum tækifæri til að lifa sem eðlilegustu lífi. Niðurstaða dómsins og rökstuðningurinn fyrir henni er sérstakt
Lesa meira

Betur má ef duga skal

Leiðari í nýjasta tímariti Þroskahjálpar eftir formann og framkvæmdastjóra. Ríki og sveitarfélög hafa nú undirritað samkomulag sem felur í sér endanlega niðurstöðu um fjámögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Jafnframt hefur verkefnisstjórn um fjárhagslegt og faglegt mat á yfirfærslu málflokksins til sveitarfélaganna skilað skýrslu sinni.
Lesa meira

GLEÐILEG JÓL

Skrifstofa samtakanna lokar á hádegi á Þorláksmessu. Opnum aftur 4. janúar 2016. Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum stuðning á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Vernd fatlaðs fólks í réttarkerfinu bréf sent Innanríkis- og velferðarráðherra

Bréf sent innanríkis-, velferðarráðherra og formanns allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.
Lesa meira

Réttarkerfið, frelsisskerðingar og fólk með þroskahömlun

Að undanförnu hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um mál erlends manns sem er með þroskahömlun samkvæmt því sem þar hefur komið fram. Maðurinn sætir lögreglurannsókn og hefur setið í gæsluvarðhaldi. Þetta mál og fleiri mál sem hafa komið upp á undanförnum vikum og mánuðum hafa vakið ýmsar spurningar varðandi skyldur stjórnvalda til að tryggja að fólk með þroskahömlun og annað fatlað fólk fái réttláta og mannúðlega meðferð í réttarkerfinu og hafi aðgang að því til jafns við aðra.
Lesa meira

Stríð og friður, flóttafólk og boðskapur jólanna.

Á landsþingi Landssamtakanna þroskahjálpar í október sl. var samþykkt eftirfarandi ályktun varðandi flóttafólk: Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar hvetur stjórnvöld til að huga sérstaklega að alþjóðlegum skyldum til að taka tillit til þarfa fatlaðs fólks fyrir stuðning og vernd við mótun og framkvæmd stefnu í málefnum flóttafólks. Þá hvetur landsþingið stjórnvöld til að beita sér fyrir því í alþjóðlegu samstarfi varðandi vanda flóttafólks að sérstaklega verði hugað að þeirri miklu þörf fyrir vernd og stuðning sem fatlað fólk á stríðshrjáðum svæðum hefur.
Lesa meira

Vopnuð átök, vernd flóttamanna og fatlaðs fólks

Landssamtökin Þroskahjálp sendum neðangreint bréf velferðar- og innanríkisráðuneytum, Sambandi ísl. sveitarfélaga og Rauða krossinum á íslandi
Lesa meira

Virðum mannréttindi allra barna - áskorun send stjórnvöldum

Lesa meira