Fréttir
12.03.2016
Nýlokið er fundi sem Landssamtökin Þroskahjálp héldu til að ræða stefnu sína og starf og til að gefa sem flestum tækifæri til að vera með í að móta stefnuna og ákveða áherslur í starfi samtakanna. Fundurinn var öllum opinn og var vel sóttur af fólki sem hefur áhuga á réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks og hvernig samtökin geta náð sem bestum árangri við þá mikilvægu réttindabaráttu og hagsmungagæslu.
Lesa meira
Fréttir
08.03.2016
Í tilefni 40 ára afmælis samtakanna hefur verið hannað lógó til að nota á afmælisárinu. Starf og stefna samtakanna snýst fyrst og fremst um mannréttindi fatlaðs fólks og jöfn tækifæri á við aðra. Þess vegna er áréttað sérstaklega í lógóinu að mannréttindi eru fyrir alla!
Lesa meira
Fréttir
12.03.2016
Opinn stefnumótunarfundur Landssamtakanna Þroskahjálpar laugardaginn 12. mars kl. 13:00 - 16:00
Hvar stöndum við? - Hvert stefnum við?
Á þessu ári eru liðin fjörutíu frá stofnun Landssamtakanna Þroskahjálpar. En þó að samtökin séu síung og kröftug og allt sé fertugum fært er hollt og nauðsynlegt að staldra annað slagið við og spyrja sig nokkurrra mikilvægra spurninga. Fertugsafmæli er mjög gott tilefni til þess.
Lesa meira
Fréttir
02.03.2016
Nefnd sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra fól að gera tillögur um heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins hefur skilað skýrslu sinni til ráðherra.
Nefndin leggur til einföldun á bótakerfi almannatrygginga, innleiðingu starfsgetumats og sveigjanlegra starfsloka með heimild til að fresta lífeyristöku til allt að 80 ára aldurs.
Lesa meira
Fréttir
26.02.2016
Formaður og framkvæmdastjóri samtakanna rita grein í Kjarnanum um húsnæði, aðgengi og mannréttindi fatlaðs fólks. Greinina má lesa
hér.
Lesa meira
Fréttir
24.02.2016
Átta frjáls félagasamtök, sem öll vinna á einn eða annan hátt í þágu barna og unglinga, taka heilshugar undir hvert orð sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga. Félögin skora á stjórnvöld að bregðast nú þegar við athugasemdum sem fram koma í skýrsluni.
Lesa meira
Fréttir
07.02.2016
Í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna létu þau gera heimildarmyndina "Halli sigurvegari", mynd sem lýsir einstökum manni og lífshlaupi hans.
Myndin verður sýnd í Bæjarbíói Hafnarfirði nk. sunnudag kl. 20:00. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir - mynd sem lætur engan ósnortinn.
Haraldur Ólafsson (Halli) er hreyfihamlaður maður sem var vistaður sem barn á Kópavogshæli og dvaldist þar fram á fullorðinsár. Kerfið dæmdi hann úr leik og ákvað að hann gæti ekkert lært. En Halli er hæfileikaríkur og býr yfir óbugandi þrautseigju og kjarki, lífsvilja og skemmtilegheitum. Hann eignaðist vini og kynntist velviljuðu fólki sem studdi hann. Halli fluttist af Kópavogshæli og stundaði nám, m.a. á rafiðnaðarbraut Iðnskólans í Reykjavík. Hann tók líka bílpróf og breytti það mikið lífi hans.
Lesa meira
Fréttir
26.01.2016
Nokkur atriði sem Landssamtökin Þroskahjálp leggja áherslu á að stjórnvöld líti sérstaklega til við setningu laga, reglna og við stjórnsýsluframkvæmd varðandi húsnæðismál.
Lesa meira
Fréttir
22.01.2016
Landssamtökin Þroskahjálp verða 40 ára á þessu ári.
Aðalmarkmið Þroskahjálpar er:
Að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum fólks með þroskahömlun sem og annarra fatlaðra, barna og fullorðinna og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna.
Lesa meira
Fréttir
22.01.2016
Landssamtökin Þroskahjálp voru stofnuð árið 1976 og verða því fjörutíu ára á þessu ári. Með stofnun þeirra nýttist betur samtakamáttur ýmissa félaga sem öll hafa það markmið að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum fólks með þroskahömlun sem og annarra fatlaðra, barna og fullorðinna og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna, eins og segir í lögum samtakanna.
Lesa meira