Fréttir
19.05.2016
Fyrr í þessum mánuði fullgilti Finnland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka við hann um kæruheimildir einstaklinga og hópa til eftirlitsnefndar með samningnum. Alls hafa 164 ríki nú fullgilt samninginn og er það mikill meirihluti ríkja heimsins. Ísland er nú eina Norðurlandaríkið sem hefur ekki enn fullgilt þennan mikilvæga mannréttindasamning sem hefur þann tilgang og meginmarkmið að tryggja fötluðu fólki full mannréttindi á við aðra, vernd fyrir mismunun, útilokun og einangrun og tækifæri til að að taka þátt í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi.
Lesa meira
Fréttir
18.05.2016
Annar fundurinn í fundarröð um þær breytingar sem verða þegar ungt fólk með þroskahömlun nær 18 ára aldri verður haldinn fimmtudaginn 19. maí að Háaleitisbraut 13, 4. hæð kl. 20:00 - 22:00
Lesa meira
Fréttir
11.05.2016
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa gert samninga við verkstæði á Egilsstöðum og á Ísafirði um viðgerðarþjónustu hjálpartækja fyrir notendur sem hafa fengið hjálpartæki frá hjálpartækjamiðstöð SÍ.
Fyrir eru sambærilegir samningar við verkstæði á Akureyri og í Vestmannaeyjum.
Lesa meira
Fréttir
27.04.2016
Daðahús á Flúðum er orlofshús ætlað fötluðu fólki sem margt getur ekki nýtt sér hefðbundin orlofshús vegna aðgengismála eða annarra aðstæðna. Húsið var í fyrstu rekið af orlofshúsasjóði Kópavogshælis en heyrir nú undir Þroskahjálp. Stefnan er að kostnaður við dvöl þar sé á sambærilegu verði og í orlofshúsum stéttarfélaga. Daðahús er mikið notað, ánægja er með húsið og mjög margir eiga góðar minningar frá dvöl sinni þar. Rekstri hússins hefur verið þröngur stakkur skorinn og því hefur ekki verið auðvelt að sinna viðhaldi hússins eins og áhugi og vilji er til.
Lesa meira
Fréttir
04.05.2016
Landssamtökin Þroskahjálp í samvinnu við réttindavakt velferðaráðuneytisins standa fyrir fræðslukvöldum um þær breytingar sem verða í lífi fatlaðs fólks við það að komast á fullorðinsár.
Fyrstu tvö kvöldin verða nú í maímánuði og verður þar fjallað um þær breytingar sem eiga sér stað á réttarstöðu fólks við 18 ára aldur . Í september og október eru síðan ráðgerð þrjú fræðslukvöld til viðbótar um nám að loknum framhaldsskóla, atvinnumál og að flytja að heiman.
Lesa meira
Fréttir
13.04.2016
Almanakið fyrir árið 2016 er uppselt. Bestu þakkir til velunnara okkar fyrir stuðninginn. Dregið hefur verið í happdrættinu og þegar hafa nokkrir vinningshafar vitjað vinninga sinna. Undirbúningur almanaksins 2017 er þegar hafinn - og fer það væntanlega í sölu í lok september. Aftur - takk fyrir stuðninginn - við erum afar kát.
Lesa meira
Fréttir
05.04.2016
Landssamtökin Þroskahjálp héldu stefnumótunarfund 12. mars sl. Þátttaka á fundinum var mjög góð og umræður þar líflegar og skemmtilegar. Fjölmargar góðar og gagnlegar hugmyndir, tillögur og ábendingar komu fram á fundinum sem stjórn og skrifstofa samtakanna mun styðjast við, við mótun stefnunnar og rekstur samtakanna og til leiðbeiningar til að áherslur og stefna verði í sem bestu samræmi við skoðanir og vilja þeirra sem þau vinna fyrir.
Lesa meira
Fréttir
01.04.2016
Í dag var dregið í almanakshappdrætti samtakanna. Vinningar eru allt myndlist eftir íslenska listamenn.
Öllum þeim sem keyptu almanakið þökkum við stuðninginn.
Lesa meira
Fréttir
31.03.2016
Formenn Landssamtakanna Þroskahjálpar og Félags áhugafólks um Downs-heilkenni sendu heilbrigðisráðherra bréf 12. febrúar sl., þar sem fjallað er um fósturskimanir og fóstureyðingar, sérstaklega m.t.t. Downs-heilkennis. Í bréfinu er bent á að brýnt er og löngu tímabært að fram fari vönduð greining á lögum, reglum og framkvæmd varðandi fósturskimanir, og fóstureyðingar og þeim erfðafræðilegu, siðferðilegu og lagalegu álitamálum sem nauðsynlegt er að skoða ítalega í því sambandi.
Lesa meira
Fréttir
15.03.2016
Landssamtökin Þroskahjálp og Sandgerðisbær undirrituðu í sl. viku samkomulag um byggingu og rekstur íbúða fyrir fólk með fötlun að Lækjamótum 61-65 í Sandgerði. Um er að ræða íbúðakjarna með 5 íbúðum og þjónusturými. Við erum afskaplega ánægð með að þetta samkomulag sé í höfn og erum með þessu að mæta brýnni þörf fyrir húsnæði meðal fatlaðra íbúa í bænum, sagði Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri í Sandgerði við undirritun samkomulagsins.
Lesa meira