Fréttir

Bréf til heilbrigðisráðherra um lög, reglur og framkvæmd varðandi fósturskimanir og fóstureyðingar m.t.t. Downs heilkennis o.fl.

Formenn Landssamtakanna Þroskahjálpar og Félags áhugafólks um Downs-heilkenni sendu heilbrigðisráðherra bréf 12. febrúar sl., þar sem fjallað er um fósturskimanir og fóstureyðingar, sérstaklega m.t.t. Downs-heilkennis. Í bréfinu er bent á að brýnt er og löngu tímabært að fram fari vönduð greining á lögum, reglum og framkvæmd varðandi fósturskimanir, og fóstureyðingar og þeim erfðafræðilegu, siðferðilegu og lagalegu álitamálum sem nauðsynlegt er að skoða ítalega í því sambandi.
Lesa meira

Mætum brýnni þörf fyrir húsnæði

Landssamtökin Þroskahjálp og Sandgerðisbær undirrituðu í sl. viku samkomulag um byggingu og rekstur íbúða fyrir fólk með fötlun að Lækjamótum 61-65 í Sandgerði. Um er að ræða íbúðakjarna með 5 íbúðum og þjónusturými. „Við erum afskaplega ánægð með að þetta samkomulag sé í höfn og erum með þessu að mæta brýnni þörf fyrir húsnæði meðal fatlaðra íbúa í bænum“, sagði Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri í Sandgerði við undirritun samkomulagsins.
Lesa meira

GAGNLEGUR OG SKEMMTILEGUR STEFNUMÓTUNARFUNDUR

Nýlokið er fundi sem Landssamtökin Þroskahjálp héldu til að ræða stefnu sína og starf og til að gefa sem flestum tækifæri til að vera með í að móta stefnuna og ákveða áherslur í starfi samtakanna. Fundurinn var öllum opinn og var vel sóttur af fólki sem hefur áhuga á réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks og hvernig samtökin geta náð sem bestum árangri við þá mikilvægu réttindabaráttu og hagsmungagæslu.
Lesa meira

Afmælislógó Þroskahjálpar, stefnumótunarfundur og sýning á myndinni um Halla sigurvegara

Í tilefni 40 ára afmælis samtakanna hefur verið hannað lógó til að nota á afmælisárinu. Starf og stefna samtakanna snýst fyrst og fremst um mannréttindi fatlaðs fólks og jöfn tækifæri á við aðra. Þess vegna er áréttað sérstaklega í lógóinu að mannréttindi eru fyrir alla!
Lesa meira

ALLT ER FERTUGUM FÆRT!

Opinn stefnumótunarfundur Landssamtakanna Þroskahjálpar laugardaginn 12. mars kl. 13:00 - 16:00 Hvar stöndum við? - Hvert stefnum við? Á þessu ári eru liðin fjörutíu frá stofnun Landssamtakanna Þroskahjálpar. En þó að samtökin séu síung og kröftug og allt sé fertugum fært er hollt og nauðsynlegt að staldra annað slagið við og spyrja sig nokkurrra mikilvægra spurninga. Fertugsafmæli er mjög gott tilefni til þess.
Lesa meira

Tillögur nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins

Nefnd sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra fól að gera tillögur um heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins hefur skilað skýrslu sinni til ráðherra. Nefndin leggur til einföldun á bótakerfi almannatrygginga, innleiðingu starfsgetumats og sveigjanlegra starfsloka með heimild til að fresta lífeyristöku til allt að 80 ára aldurs.
Lesa meira

Húsnæði, aðgengi og mannréttindi fatlaðs fólks

Formaður og framkvæmdastjóri samtakanna rita grein í Kjarnanum um húsnæði, aðgengi og mannréttindi fatlaðs fólks. Greinina má lesa hér.
Lesa meira

Áskorun vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar

Átta frjáls félagasamtök, sem öll vinna á einn eða annan hátt í þágu barna og unglinga, taka heilshugar undir hvert orð sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga. Félögin skora á stjórnvöld að bregðast nú þegar við athugasemdum sem fram koma í skýrsluni.
Lesa meira

Halli sigurvegari lífssaga fatlaðs manns

Í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna létu þau gera heimildarmyndina "Halli sigurvegari", mynd sem lýsir einstökum manni og lífshlaupi hans. Myndin verður sýnd í Bæjarbíói Hafnarfirði nk. sunnudag kl. 20:00. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir - mynd sem lætur engan ósnortinn. Haraldur Ólafsson (Halli) er hreyfihamlaður maður sem var vistaður sem barn á Kópavogshæli og dvaldist þar fram á fullorðinsár. Kerfið dæmdi hann úr leik og ákvað að hann gæti ekkert lært. En Halli er hæfileikaríkur og býr yfir óbugandi þrautseigju og kjarki, lífsvilja og skemmtilegheitum. Hann eignaðist vini og kynntist velviljuðu fólki sem studdi hann. Halli fluttist af Kópavogshæli og stundaði nám, m.a. á rafiðnaðarbraut Iðnskólans í Reykjavík. Hann tók líka bílpróf og breytti það mikið lífi hans.
Lesa meira

Nokkrir minnispunktar Landssamtakanna Þroskahjálpar um húsnæðismál

Nokkur atriði sem Landssamtökin Þroskahjálp leggja áherslu á að stjórnvöld líti sérstaklega til við setningu laga, reglna og við stjórnsýsluframkvæmd varðandi húsnæðismál.
Lesa meira