Fréttir
25.01.2021
Alþjóðlegar rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru mun líklegri en aðrar konur að vera beittar ofbeldi. Þrátt fyrir það, og þrátt fyrir að um sé að ræða alvarleg mannréttindabrot, er ofbeldi gegn fötluðum konum enn falið og ósýnilegt og sjaldan brugðist við því af hálfu yfirvalda. Rannsóknir sýna að ofbeldi gegn konum og börnum hefur aukist í COVID-19 faraldrinum, einnig á Íslandi. Hér á landi hafa stjórnvöld brugðist við þessu með því að nýta nýja tækni við að þróa 112 vefgátt til vitundarvakningar og sem tæki til að takast á við og hindra ofbeldið.
Lesa meira
Fréttir
25.01.2021
Eftirtalin félög skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum en samningurinn var samþykktur af 122 ríkjum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York þann 7. júlí 2017. Hinn 24. október sl. höfðu 50 ríki fullgilt samninginn og mun hann því taka gildi í dag, þann 22. janúar 2021
Lesa meira
Fréttir
21.01.2021
Umboðsmaður barna, ásamt Landssamtökunum Þroskahjálp og Tabú hafa sent bréf til dómsmálaráðuneytisins og Dómstólasýslunnar vegna ofbeldis gegn fötluðum börnum.
Lesa meira
Fréttir
21.01.2021
Landssamtökunum Þroskahjálp barst á höfðingleg gjöf. Svanhildur Jónsdóttir, f. 8. nóvember 1942, d. 4. ágúst 2020 til heimilis á Brákarhlíð í Borgarnesi ánafnaði samtökunum rausnarlegri fjárhæð í erfðaskrá.
Lesa meira
Fréttir
20.01.2021
Sala almanaks Þroskahjálpar hefur verið framlengd til 29. janúar.
Lesa meira
Fréttir
19.01.2021
Blær Ástríkur Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur og laganemi lést á heimili sínu í Kópavogi síðastliðinn laugardag, 51 árs að aldri.
Lesa meira
Fréttir
19.01.2021
Í gær birtist skýrsla sem gerð var að beiðni ríkislögreglustjóra um ofbeldi gegn fötluðu fólki og alvarlegar brotalamir í kerfum sem eiga að hlúa að og vernda fatlað fólk, t.a.m. lögreglan, dómstólar og stuðningskerfi brotaþola.
Lesa meira
Fréttir
14.01.2021
Landssamtökin Þroskahjálp hafa gefið út þrjú myndbönd á 5 tungumálum um réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna. Myndböndin eru liður í aukinni þjónustu samtakanna við fatlað fólk af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra með styrk frá Þróunarssjóði innflytjendamála.
Lesa meira
Fréttir
13.01.2021
Hér má lesa um hvaða breytingar eru á COVID-19 reglum í samfélaginu 13. janúar 2021.
Lesa meira
Fréttir
11.01.2021
Nýverið kom út afar athyglisverð fræðigrein eftir þær Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur, Ástu Jóhannsdóttur og Freyju Haraldsdóttur: „Öráreitni og ableismi: Félagsleg staða ungs fatlaðs fólks í almennu rými“. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar spjallaði við greinarhöfunda um fyrirbærið öráreitni, reitt fatlað fólk og mikilvægi þess að hafa orð um upplifanir sínar.
Lesa meira