DAÐAHÚS Á FLÚÐUM - SUMARLEIGA

Daðahús
Daðahús

Nú er búið að opna fyrir umsóknir fyrir sumarleigu á Daðahúsi á Flúðum. Skráning er hér á heimasíðunni okkar og þurfa umsóknir að berast fyrir 7. apríl n.k. 

Skráning fer fram HÉR

Húsið er leigt út viku í senn yfir sumartímann, frá 14. maí til 17. september. Á þeim tíma nýtur fatlað fólk og aðstandendur þeirra forgangs.

Húsið er leigt frá föstudegi kl. 15:00 til næsta föstudags kl. 12:00.

Verð fyrir vikuleigu í maí, júní, júlí, ágúst og september er kr. 40.000.

Mikil ásókn er í Daðahús og því verður meðal annars tekið tillit til þess við úthlutun, hvort einstaklingar hafa á undaförnum árum fengið úthlutað vikuleigu.

Ráðgert  er að svara umsækjendum um hvort hægt sé að verða við óskum þeirra eigi síðar en 12. apríl nk.

 

Athugið að Daðahús er heilsárshús og því einnig hægt að sækja um leigu þar utan sumar tímabilsins og er það þá öllum opið.