Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, grein 10

22. grein

Allir þjóðfélagsþegnar skulu fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs, og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttindum, sem eru nauðsynleg til þess að virðing þeirra og þroski fái notið sín.

25. grein

1. Allir eiga rétt á lífskjörum sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra. Telst þar til fæði, klæði, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert.