Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, grein 10

28. gr.

Viðunandi lífskjör og félagsleg vernd.

1. Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi lífskjara því til handa, m.a. viðunandi fæðis og klæða og fullnægjandi húsnæðis, og til sífellt batnandi lífskilyrða og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismununar vegna fötlunar.

2. Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til félagslegrar verndar og til þess að njóta þess réttar án mismununar vegna fötlunar og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika, m.a. ráðstafanir:

a) til þess að tryggja fötluðu fólki jafnan rétt til aðgangs að hreinu vatni og að tryggja aðgang að viðeigandi þjónustu, tækjabúnaði og annarri aðstoð gegn viðráðanlegu gjaldi vegna þarfa sem tengjast fötlun,

b) til þess að tryggja fötluðu fólki, einkum fötluðum konum og stúlkum og fötluðu eldra fólki, rétt til þátttöku í áætlunum á sviði félagslegrar verndar og áætlunum um að draga úr fátækt,

c) til þess að tryggja fötluðu fólki og fjölskyldum þess, sem lifa í fátækt, aðgang að aðstoð frá hinu opinbera til þess að mæta útgjöldum vegna fötlunar, þ.m.t. útgjöld vegna viðeigandi þjálfunar, ráðgjafar, aðstoðar í fjármálum og hvíldarumönnunar,

d) til þess að tryggja fötluðu fólki aðgang að áætlunum um byggingu húsnæðis á vegum hins opinbera,

e) til þess að tryggja fötluðu fólki jafnan aðgang að eftirlaunum og eftirlaunasjóðum.