Fjölsóttur fundur Landssamtakanna Þroskahjálpar og Þroskaþjálfafélags Íslands um ný lög og mannréttindi fatlaðs fólks.

Fjölsóttur fundur Landssamtakanna Þroskahjálpar og Þroskaþjálfafélags Íslands um ný lög og mannréttindi fatlaðs fólks.

Landssamtökin Þroskahjálp og Þroskaþjálfafélag Íslands stóðu fyrir morgunverðarfundi sl. mánudag þar sem ný lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga voru kynnt. Fundurinn hafði yfirskriftina Ný sýn? – Nýir tímar? og lýsir það vel þeim miklu væntingum sem fatlað fólk hefur til þessara nýju laga.

Nýju lög tóku gildi 1. október sl. og eru í þeim mörg mjög mikilvæg nýmæli sem eru sett til að tryggja réttindi fatlaðs fólks mun betur en fyrir lög gerðu. Ýmsar þessara lagabreytinga voru gerðar til að uppfylla kröfur samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja hér á landi. Á fundinum var því sérstaklega fjallað um tengsl laganna við samninginn og önnur alþjóðleg mannréttindi og hvaða þýðingu þau tengsl hafa fyrir túlkun laganna, beitingu þeirra og alla framkvæmd og þjónustu samkvæmt þeim.

Fundurinn var mjög fjölsóttur og líflegur og var augljóst að fundargestir höfðu mjög mikinn áhuga á því að ræða um þessar mikilvægu lagabreytingar og hvað stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga þurfa að gera til að tryggja að lögin og samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks skili örugglega fötluðu fólki þeim auknu réttindum, tækifærum og lífsgæðum sem þau eiga að gera og geta svo vel gert ef stjórnvöld hafa vilja til þess og metnað til að sýna þann vilja í verki.

Á þessum hlekkjum má nálgast upptöku af fundinum og glærur sem núverandi og fyrrverandi framkvæmdastjórar Þroskahjálpar fóru yfir þar.

Upptöku af fundinum má skoða                     hér

Glærur Friðriks Sigurðssonar má skoða    hér

Glærur Árna Múla Jónassonar má skoða  hér