Almanak 2022 komið út!

Verkið Sjávarfang (2013) eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur. Ull á striga.
Verkið Sjávarfang (2013) eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur. Ull á striga.
Við kynnum með gleði að listaverkaalmanak Þroskahjálpar fyrir árið 2022 er komið út.
 
Verk Kristínar Gunnlaugsdóttur prýða almanakið í ár og eru flestum kunn, en hugmyndaheimur Kristínar beinist að tilvistarspurningum manneskjunnar, ekki síst frá sjónarhóli konunnar og stöðu hennar í samtímanum.
 
Almanak samtakanna hefur komið út í yfir þrjá áratugi og er stærsti liður í fjáröflun samtakanna. Þegar þú kaupri almanak leggur þú okkur lið í að standa vörð um réttindi, hagsmuni og tækifæri fatlaðs fólks.
 
Almanakið er líka happdrættismiði og á því er númer sem tryggir þér miða í listaverkapotti, en þangað hafa fjölmargir listamenn lagt til verk og eftirprentanir, m.a. Tolli, Gunnella, Erró, Tryggvi Ólafsson, Karólína Lárusdóttir, Loji Höskulds og Kristín Gunnlaugsdóttir.
 
Tryggðu þér eintak í vefverslun okkar eða á sala@throskahjalp.is.