Listaverkaalmanak Þroskahjálpar 2022

Til baka
Almanak 2022
Almanak 2022

Almanak 2022

Vörunúmer
Verð með VSK
3.500 kr.

Vörulýsing

Listaverkaalmanak Landssamtakanna Þroskahjálpar 2022 er komið út og prýða verk Kristínar Gunnlaugs almanakið í ár.

DREGIÐ HEFUR VERIÐ Í ALMANAKSSÖLUNNI. Almanök seld eftir 11. janúar eru ekki hluti af almanakssölunni og eru því ónúmeruð.

---

Landssamtökin Þroskahjálp reiða sig nær alfarið á frjáls framlög og er almanakssala samtakanna stór þáttur í þeirri söfnun. Þegar þú kaupir almanak okkar hjálpar þú okkur að standa vörð um réttindi fatlaðs fólks.

Hvert almanak er einnig happdrættismiði,  þar sem listaverk og eftirprentanir eftir marga af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar eru í vinning.

Sendingakostnaður er innifalinn í verðinu.

Almanakið fæst einnig í bókabúðum Pennans-Eymundssonar. Þú getur einnig sent tölvupóst á sala@throskahjalp.is eða hringt í síma 588 9390.

Kristín Gunnlaugsdóttir

Kristín Gunnlaugsdótir er fædd í Reykjavík 1963. Hún stundaði nám við Myndlista-og Handíðaskóla Íslands frá 1984-87, lærði íkonagerð í klaustri í Róm á Ítalíu 1987-88 og útskrifaðist frá Accademia di belle Arti í Flórens 1988-94. Kristín hefur eingöngu starfað við myndlist, haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum, heima og erlendis. Verk hennar eru í eigu helstu opinberra safna landsins, ásamt fjölda fyrirtækja og einkaaðila. Kristín hefur einnig verið stundakennari við Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólann í Reykjavík frá 2016. Hún hefur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína og var veitt fálkaorðan árið 2018 fyrir framlag sitt til myndlistar.

Verk Kristínar eru fjölþætt í tækni en byggja á klassískri hefð málaralistarinnar. Hún vinnur með teikningu, málun á pappír og striga, eggtemperu á tré með blaðgulli og saumuð verk á striga.

Hugmyndaheimur Kristínar beinist að tilvistarspurningum manneskjunnar, ekki síst frá sjónarhóli konunnar og stöðu hennar í samtímanum. Á fyrstu árum ferilsins höfðu verk Kristínar yfir sér trúarlegan helgimyndablæ þar sem sýndu meðal annars samband manns og náttúru eða móður með barn. Í kringum 2011 breyttust verk hennar með tilkomu stórra saumaðra veggteppa þar sem myndmálið varð beitt og berort gagnvart kynhlutverkum, kvenlíkamanum og bælingu.

Þrátt fyrir að taka fyrir tabú og konuna sem kynveru má einnig greina ljóðrænan einfaldleika og húmor í verkum Kristínar, ekki síst undanfarin ár.

Þungamiðjan er í verkum Kristínar er línan og teikningin, þar sem kvenlíkaminn túlkar tilfinningar og vangaveltur um tilvist mannsins.

Í verkum sínum er hún óhrædd að kanna nýjar slóðir og breyta til innan myndmáls síns, gjarnan með að tefla saman andstæðum. Í saumuðu verkunum styðst Kristín við teikningar og skissur, þar sem hugmyndirnar hafa fengið að fæðast óheftar. Teikningin er útfærð í saum og stækkuð svo kraftur hennar og léttleiki njóti sín. Með því að endurtaka hversdagslegar setningar breytist merking orðanna, þyngist og magnast.

Eggtemperuverk Kristínar eru unnin á tré með málaratækni miðalda og notkun blaðgulls. Þau hafa yfir sér blæ helgimynda en Kristín hefur umbreytt myndmálinu yfir í speglun samtímans á stöðu konunnar.

Á síðustu misserum hafa orðið breytingar á olíumálverkum Kristínar þar sem fígúratíft málverk hefur vikið fyrir hráum og opnum vinnubrögðum, pensilstrokurnar stórar og litafletir opnir og kraftmiklir.