Nei ekki aftur

 Eftirfarandi er grein sem Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, skrifaði um mikilvægi þess að nemendur á starfsbrautum framhaldsskólanna fái þá kennslu sem þeir eiga rétt. Það er mismunun fólgin í því að það velti á því í hvaða skóla nemendur ganga hvort þeir njóti menntunar og/eða frístundastarfs eða ekki. Sama gildir um nemendur á öðrum skólastigum. Þroskahjálp leggur því mikla áherslu á að allra leiða sé leitað til þess að tryggja óskerta kennslu og þjónustu eins og sóttvarnareglur leyfa. Við beinum eftirfarandi tilmælum til stjórnvalda:

  • Mikilvægt er að halda starfsbrautunum opnum eins og kostur er svo allir nemendur fá kennslu við hæfi eins og þeir eiga rétt á. Sama á við um önnur skólastig.
  • Mikilvægt er að sjá til þess að þjónusta skóla og/eða frístundar falli ekki niður ef loka þarf stofnunum um lengri eða skemmri tíma. Þurfi nemendur að sinna námi heiman frá á að veita stuðning til þess.
  • Mikilvægt er að tryggja að í þeim tilvikum þar sem fatlaðir nemendur þurfa að vera heima að foreldrar og/eða aðrir umönnunaðilar fá til þess svigrúm, t.d. með greiðslum til að koma til móts við tekjutap.  

greinina má lesa hér