Viðtöl við frambjóðendur til formanns Þroskahjálpar 2025

Ingibjörg Gyða Guðrúnardóttir og Guðmundur Ármann Pétursson sem bæði bjóða sig fram til formanns Lan…
Ingibjörg Gyða Guðrúnardóttir og Guðmundur Ármann Pétursson sem bæði bjóða sig fram til formanns Landsamtakanna Þroskahjálpar.

Landsþing Þroskahjálpar fer fram nú um helgina. Unnur Helga Óttarsdóttir, sem hefur verið formaður samtakanna síðustu 4 ár við góðan orðstír, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Við þökkum henni kærlega fyrir frábær störf og ómetanlegt framlag.

Tvö hafa boðið sig fram til að taka við sem formaður, þau Guðmundur Ármann Pétursson og Ingibjörg Gyða Guðrúnardóttir.

Bæði hafa þau starfað í stjórn Þroskahjálpar undanfarin ár, Ingibjörg Gyða nú síðast sem varaformaður og Guðmundur Ármann sem meðstjórnandi.

Af þessu tilefni voru formannsefnin tvö fengin í viðtal hjá hlaðvarpinu Mannréttindi fatlaðra. Hlusta má á viðtölin hér:

 

Viðtal við Ingibjörgu

Viðtal við Guðmund

 

Það má einnig finna viðtölin á Spotify:

Viðtölin á Spotify