Uppfærsla: málþing um betri þjónustu fyrir fatlað fólk

 Laugardaginn 11. október kl. 13 til 16 heldur Þroskahjálp málþing:

Uppfærsla
Betri þjónustu fyrir fatlað fólk

Málþingið er á Hótel Reykjavík Grand og byrjar kl. 13.
Málþingið er haldið í salnum Háteigur sem er á 4.hæð.

 

Hjálplegar upplýsingar

Rýmið er aðgengilegt, og á staðnum verða bæði táknmálstúlkur
og teiknari sem mun túlka efni málþingsins.

Hægt verður að horfa í streymi.
Streymið mun birtast á vefsíðu Þroskahjálpar nokkrum dögum fyrir málþingið.
Streymið hefst kl. 13 þann 11. október.
Þú getur horft á upptöku af málþinginu þegar það er búið.

Boðið verður upp á veitingar.
Við biðjum gesti að skrá sig á málþingið,
svo við vitum hvað við eigum að panta mikið af veitingum!

 

Skráning á málþingið er hér

Dagskrá

 

Uppfærsla
Betri þjónustu fyrir fatlað fólk

 

Facebook viðburður

Á málþinginu verður fjallað um hvernig tryggja megi að þjónusta við fatlað fólk styðji betur við mannréttindi og þátttöku í samfélaginu.

Rætt verður um hlutverk og verkefni Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, starf geðheilsuteymis taugaþroskaraskana og mikilvægi sjálfsákvörðunaréttar og studdrar ákvörðunartöku.

Dagskrá er í formi erinda og samtals milli þjónustuveitenda, eftirlitsaðila, fræðafólks og fólks með þroskahömlun.

 


Málþingsstjórar:

Fabiana Morais og Ævar Þór Benediktsson

Teiknari:
Rán Flygenring


13:00 Setning málþings 

Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar

 

Hluti 1:
Þarfir og réttindi þjónustuþega í forgrunni


13.10 – 13.30: Opnunarerindi
Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða– og eftirlitsstofnunar velferðarmála

13.30 – 14.00: Sófaspjall 1
Alma Ýr Ingólfsdóttir,
formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Eiríkur Smith
, sérfræðingur hjá Réttindagæslu fyrir fatlað fólk
Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða– og eftirlitsstofnunar velferðarmála
Spyrill: Hekla Björk Hólmarsdóttir, aðjúnkt við HÍ

 

— Stutt hlé í 10 mínútur

 

Hluti 2:
Áskoranir í verkefnum geðheilsuteymis taugaþroskaraskana


14.10 – 14.30: Erindi
Bjargey Una Hinriksdóttir, teymisstjóri Geðheilsuteymis taugaþroskaraskana

 
14:30 – 15:00: Sófaspjall 2

Dagur Bjarnason
, yfirlæknir Geðheilsuteymis taugaþroskaraskana
Gerður Aagot Árnadóttir, læknir
Hanna Kristín Sigurðardóttir
, forstöðumaður á íbúðakjarna
Spyrill: Atli Már Haraldsson, talsmaður fatlaðs fólks

 

— Stutt hlé í 10 mínútur

 

Hluti 3:
Sjálfræði og sjálfstætt líf: Hver á að ráða?


15.10 – 15:30: Erindi
Guðrún V. Stefánsdóttir, prófessor emerita í fötlunarfræðum
og Laufey  E. Löve, lektor í fötlunarfræðum

15.30 – 16:00: Sófaspjall 3
Árni Viðar Þórarinsson, forstöðumaður á íbúðakjarna
Friðrik Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Þroskahjálpar
Guðrún V. Stefánsdóttir, prófessor emerita í fötlunarfræðum
Laufey E. Löve
, lektor í fötlunarfræðum
Spyrill: Ólafur Snævar, talsmaður fatlaðs fólks


16:00 – 17:00 Léttar veitingar



 

Skráning á málþingið er hér

 

 

Hvar er málþingið?

 

Málþingið verður á Hótel Reykjavík Grand sem er við Sigtún 28 í Reykjavík.
Salurinn heitir Háteigur og er á 4. hæð.

Hér er kort af staðsetningunni:

 

 

Aðgengi

Gott aðgengi er fyrir fólk með hreyfihömlun á Hótel Reykjavík Grand.

Það verður táknmálstúlkur bæði á fundinum og í streyminu.

Ef þú lendir í vandræðum getur þú hringt í Þroskahjálp í síma 588 9390