Umsögn Þroskahjálpar við frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (takmörkun á beitingu nauðungar)

Umsögn Þroskahjálpar við frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (takmörkun á beitingu nauðungar)

 

Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir tækifæri til að veita umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga (takmörkun á beitingu nauðungar).

Landssamtökin Þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverft fólk og fötluð börn og ungmenni. Samtökin byggja stefnu sína og starfsemi á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, barnasáttmála SÞ og öðrum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja, sem og á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem hafa það meginmarkmið að skilja engan eftir.

Samtökin fagna því að frumvarpið byggir á meginreglu um bann við beitingu nauðungar og að settar séu skýrari reglur um skilyrði, skráningu og kærurétt. Slíkt er mikilvægt skref til að styrkja mannréttindavernd sjúklinga.

Samtökin telja þó að frumvarpið taki ekki nægjanlegt tillit til stöðu fatlaðs fólks, sérstaklega þeirra sem þurfa stuðning við ákvarðanatöku. Í ljósi skuldbindinga Íslands samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hefur verið lögfestur á Íslandi, er brýnt að tryggja að stuðningur við að taka ákvarðanir sé hafður að leiðarljósi áður en gripið er til undanþága frá banni við nauðung. 12. gr.  samningsins hefur yfirskriftina Jöfn viðurkenning fyrir lögum. Þar er kveðið á um skyldur ríkja til að tryggja, vernda og virða löghæfi (rétthæfi og gerhæfi) og sjálfsákvörðunarrétt fatlaðs fólks.

 

Í fyrstu almennu athugasemdunum (e. General Comment), sem nefnd samkvæmt samningnum sendi frá sér er fjallað um ákvæði 12. gr. samningsins.

Þar er mjög mikil áhersla lögð á skyldur ríkja til að hverfa frá því fyrirkomulagi að ákvarðanir séu teknar fyrir fatlað fólk og taka upp það fyrirkomulag að veita fötluðu fólki nauðsynlegan stuðning til að það geti sjálft tekið ákvarðanir í lífi sínu.

Í þessum almennu athugsemdum túlkar nefndin og skýrir m.a. ákvæði 12. gr. í samhengi við önnur ákvæði samningsins. Þar segir í 42. lið undir fyrirsögninni Articles 15, 16 and 17: Respect for personal integrity and freedom from torture, violence, exploitation and abuse:

 

42. As has been stated by the Committee in several concluding observations, forced treatment by psychiatric and other health and medical professionals is a violation of the right to equal recognition before the law and an infringement of the rights to personal integrity (art. 17); freedom from torture (art. 15); and freedom from violence, exploitation and abuse (art. 16). This practice denies the legal capacity of a person to choose medical treatment and is therefore a violation of article 12 of the Convention. States parties must, instead, respect the legal capacity of persons with disabilities to make decisions at all times, including in crisis situations; must ensure that accurate and accessible information is provided about service options and that non-medical approaches are made available; and must provide access to independent support. States parties have an obligation to provide access to support for decisions regarding psychiatric and other medical treatment. Forced treatment is a particular problem for persons with psychosocial, intellectual and other cognitive disabilities. States parties must abolish policies and legislative provisions that allow or perpetrate forced treatment, as it is an ongoing violation found in mental health laws across the globe, despite empirical evidence indicating its lack of effectiveness and the views of people using mental health systems who have experienced deep pain and trauma as a result of forced treatment. The Committee recommends that States parties ensure that decisions relating to a person’s physical or mental integrity can only be taken with the free and informed consent of the person concerned.

 

Almennar athugsemdir nefndarinnar um 12. gr. samningsins má nálgast á hlekk að neðan hér: https://docs.un.org/en/CRPD/C/GC/1

Almennar athugasemdir nefndarinnar um greinar og ákvæði samningsins eru ekki bindandi en gegna mikilvægu hlutverki hvað varðar túlkun ákvæða hans.

Í ljósi þess sem að framan er rakið hvetur Þroskahjálp eindregið til þess að frumvarpið verði styrkt með skýrari ákvæðum um réttindi fatlaðs fólks til stuðnings við ákvarðanatöku og að raunverulegt samráð við fatlað fólk og samtök þess verði tryggt við áframhaldandi meðferð málsins.

Virðingarfyllst,

Anna Lára Steindal, framkvæmdsatjóri Þroskahjálpar

Guðmundur Ármann Pétursson, formaður Þroskahjálpar

 

Málið sem umsögnin fjallar um má finna hér.