Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um sjúkratryggingar (greiðsluþátttaka sjúkratryggðra), 679. mál.

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um sjúkratryggingar (greiðsluþátttaka sjúkratryggðra), 679. mál.

        13. mars 2023

 

Landssamtökin Þroskahjálp styðja frumvarpið og hvetjavelferðarnefnd til að hraða afgreiðslu þess og Alþingi til að samþykkja það sem fyrst.

Greiðsluþátttökukerfið sem tók gildi 2017, sem átti að tryggja að einstaklingar greiddu ekki meira en ákveðna upphæð í hverjum mánuði og gerði einnig ráð fyrir að börn, aldraðir og öryrkjar greiddu lægri fjárhæðir hefur ekki gengið eftir.

Þar sem samningar við sérfræðilækna og sjúkraþjálfara hafa ekki náðst og hafa verið lausir frá 2019 hafa þjónustuveitendur lagt á aukakjöld, sem gerir það að verkum að fjöldi fólks hefur ekki ráð á því að leita til sérfræðilækna né sjúkraþjálfara.

Þessi staða bitnar harðast á fötluðu fólki, sem hefur lægstu kjörin og býr oft við hreina fátækt. Þessi staða leiðir til þess að aðeins þeir sem hafa efni á því að leita sér aðstoðar sérfræðilækna eða sjúkraþjálfun gera það en hinir sitja eftir. Fjöldamörg dæmi eru um að fatlað fólk neiti sér um þessa þjónustu sem getur haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar til framtíðar.

Því er mjög brýnt að bregðast við þessu.

 

Virðingarfyllst.

Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar

 

Nálgast má lagafrumvarpið sem umsögnin á við hér.