Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum varðandi stafræna og rafræna málsmeðferð hjá sýslumönnum og dómstólum
11. september 2025
Landssamtökin Þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverft fólk og fötluð börn og ungmenni. Samtökin byggja stefnu sína og starfsemi á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, barnasáttmála SÞ og öðrum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja, sem og á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem hafa það meginmarkmið að skilja engan eftir.
Landssamtökin Þroskahjálp vísa til umsagnar sinnar, dags. 30. júlí sl, um um áform um rafræna og stafræna málsmeðferð hjá sýslumönnum og dómstólum (Mál nr. S-122/2025).
Samtökin taka einnig heils hugar undir það sem fram kemur í umsögn ÖBÍ réttindasamtaka, dags. 11. september 2025, um frumvarpsdrögin.
Virðingarfyllst.
Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar
Málið sem umsögnin fjallar um má finna hér