Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að reglugerð um þjónustugátt.

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að reglugerð um þjónustugátt.

 

15. ágúst 2025

Landssamtökin Þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverftfólk og fötluð börn og ungmenni. Samtökin byggja stefnu sína og starfsemi á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, barnasáttmála SÞ og öðrum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja, sem og á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem hafa það meginmarkmið að skilja engan eftir.

Samtökin fagna þeim breytingum á örorku- og endurhæfingarkerfinu, sem taka munu gildi 1. sept. 2025 og þeim áformum að kerfið verði einfaldað og gert notendavænna fyrir fatlað fólk og aðstandendru þess.

Í drögum að reglugerð um þjónustugátt, sem hér eru til  umsagnar, kemur fram að tilgangur með henni sé að tryggja betur nauðsynlega yfirsýn og stuðla að samfellu í þjónustu. Einnig er þar lögð áhersla á að skráning, miðlun og varðveisla upplýsinga verði örugg og að vinnsla persónuupplýsingar skuli vera í samræmi við meðalhóf og eingöngu ná til upplýsinga sem nauðsynlegar eru.

Verði reglur, framkvæmd og eftirlit varðandi þjónustugáttuna í samræmi við það sem að framan segir mun þjónustugáttin, að mati samtakanna, vera notendum í hag þar sem þeir munu þá ekki sjálfir þurfa að skila inn gögnum til hinna ýmsu þjónustuaðila.

 

Virðingarfyllst.

Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar

Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar

Katarzyna Beata Kubiś, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp

 

Málið sem umsögnin fjallar um má finna hér