Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar og Einhverfusamtakanna um áform um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar.
19. sept. 2025
Landssamtökin Þroskahjálp og Einhverfusamtökin vilja koma eftirfarandi á framfæri varðandi áform um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar.
Mikilvægt að að tryggja að einstaklingar sem hafa verið virkir á almennum vinnumarkaði og hafa verið í atvinnuleit án árangurs, fái persónulega aðstoð Vinnumálastofnunar við að finna starf við hæfi. Takist það ekki þarf að tryggja að þeir sem eru með skilgreinda fötlun sem og þeir sem hafa ekki fengið greiningar, falli ekki á milli kerfa. Þetta er sérlega mikilvægt í ljósi skorts á aðgengi að greiningu á fullorðinsaldri. Vinnumálastofnun þarf að búa yfir skýrum verkferlum í hvaða úrræði fólki verður vísað þegar bótarétti líkur. Það hefur alvarlegar afleiðingar að skilja fólk eftir án allrar framfærslu og í óvissu.
Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar
Stefanía Hulda Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna
Málið sem umsögnin fjallar um má finna hér