Þroskahjálp hlýtur Uppreisnarverðlaunin

Þroskahjálp hlotnaðist sá heiður að hljóta Uppreisnarverðlaunin fyrir herferðina Hvað er planið? og baráttu fyrir frelsi og tækifærum ungs fatlaðs fólks.
 
Uppreisn er ungliðahreyfing Viðreisnar og voru verðlaunin afhent um helgina á landsfundi þeirra.
 
Þroskahjálp þakkar Uppreisn kærlega fyrir verðlaunin og fyrir að sýna réttindum og tækifærum fatlaðs fólks áhuga.