Þekkir þú múrbrjót?

Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Þorpið, frístundamiðstöð á Akranesi, hlutu Múrbrjótinn 2018
Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Þorpið, frístundamiðstöð á Akranesi, hlutu Múrbrjótinn 2018

*AUÐLESINN TEXTI ER NEÐST*

Múrbrjóturinn er viðurkenning sem Landssamtökin Þroskahjálp veita einstaklingi eða einstaklingum, félagi eða verkefni sem að mati samtakanna hefur brotið niður múra í réttindamálum fatlaðs fólks og viðhorfum til þess og stuðlað þannig að því að fatlað fólk verði fullgildir þátttakendur í samfélaginu og hafi tækifæri til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra.

Óskað eftir ábendingum og tillögum um einstaklinga, félög eða verkefni sem fólki finnst vel að því komin að hljóta viðurkenninguna. Ábendingar og tillögur skulu sendar á throskahjalp@throskahjalp.is eigi síðar en 13. nóvember.

Stjórn samtakanna velur verðlaunahafann og fær hann Múrbrjótinn afhentan í tengslum við alþjóðadag fatlaðs fólks.

HÉR má sjá lista yfir fyrri verðlaunahafa.

 

AUÐLESIÐ

  • Þroskahjálp velur á hverju ári manneskju, félag eða verkefni sem hefur haft áhrif á réttindi fatlaðs fólks og sýnt samfélaginu að fatlað fólk séu virkir þátttakendur í samfélaginu.
  • Sá sem er valinn fær viðurkenningu sem heitir Múrbrjóturinn.
  • Þekkir þú einhvern sem hefur bætt stöðu fatlaðs fólks eða gefið fötluðu fólki tækifæri til að  lifa eðlilegu lífi eins og aðrir í samfélaginu?
  • Þá getur þú sent okkur skilaboð á throskahjalp@throskahjalp.is í síðasta lagi 13. nóvember.
  • Stjórn Þroskahjálpar velur verðlaunahafann og fær sá sem valinn er verðlaun á alþjóðadegi fatlaðs fólks.