Takk starfsmenn Advania

 Í gistiheimili, sem Þroskahjálp rekur að Melgerði 7 í Kópavogi, geta fötluð börn af landsbyggðinni dvalist með foreldrum sínum án endurgjalds, þegar börn þurfa að vera í höfuðborginni, t.d. vegna heimsóknar á Greiningarstöð, þjálfunar, læknisheimsókna eða annarrar meðferðar.

Margir nýta sér aðstöðuna í Melgerði og er hún því mjög mikilvæg fyrir fötluð börn og aðstandendur þeirra.

Viðhald á húsum og görðum er eins og allir vita tímafrekt og kostnaðarsamt. Við hjá Þroskahjálp erum því mjög þakklát þeim Helgu Svölu Sigurðardóttur, Atla Þór Jóhannssyni, Önnu Þórdísi Rafnsdóttur og Tómasi Gunnari Thorsteinsson, starfsmönnum Advania sem öll hafa áhuga á góðgerðar- og mannúðarmálum og máluðu í sjálfboðavinnu fyrir okkur girðingarnar við húsið.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau að störfum í góðviðrinu í gær.