Listaverk Almanaksins 2024: Sýningaropnun í Gallery Port, 9. desember kl. 15

Sýningaropnun í Gallery Port, 9. desember kl. 15!

Þér er boðið á opnun á sýningu á listaverkum úr almanaki Þroskahjálpar 2024.

Sýningin er opin frá 9. til 15. desember.

Þar munu Brandur, Elfa Björk, Guðjón Gísli og Helga Matthildur sýna listaverk sem birtust í almanakinu.
Boðið er upp á léttar veitingar og allsherjar jólalistastemmningu, þar sem í Gallery Port stendur einnig yfir jólasýning á verkum fjölda listafólks.

Til sölu verða listaverk eftir listafólk almanaksins og einnig almanakið sjálft.

Gallery Port er á Laugavegi 32.
Aðgengi fyrir hjólastóla er inn í Gallery Port.

Smelltu hér fyrir Facebook-viðburð