Sunna Dögg félagi ársins hjá Landssambandi Ungmennafélaga!

Sunna Dögg tekur við verðlaunum sem félagi ársins. Mynd: Geir Finnsson.
Sunna Dögg tekur við verðlaunum sem félagi ársins. Mynd: Geir Finnsson.

Sunna Dögg Ágústsdóttir var í gær, 25. febrúar, valin félagi ársins hjá Landssambandi ungmennafélaga (LUF)

Sunna Dögg er meðlimur í ungmennaráði Þroskahjálpar og hefur sannarlega vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir réttindum ungs fatlaðs fólks. Hún hefur verið gestur í fjölmiðlum, hlotið hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands og nú, félagi ársins hjá LUF.

Við inngöngu ungmennaráðs Þroskahjálpar í LUF í byrjun árs 2020 sagði Sunna Dögg: „jafnrétti snýst ekki um að allir fái það sama heldur að um að mæta mismunandi þörfum til að allir geta notið sömu tækifæra.”

Við óskum Sunnu Dögg innilega til hamingju!