Styrkur fyrir samráðsvettvang í Malaví

Landssamtökin Þroskahjálp hafa hlotið styrk til eins árs til verkefnis sem nefnist samráðsvettvangur um stuðning við fötluð börn í Mangochi, Malaví.
 
Markmið verkefnisins er þríþætt: að auka samstarf og samráð um málefni fatlaðra barna í Mangochi, að fjölga fötluðum börnum sem sækja skóla og leikskóla og styðja mæður fatlaðra barna til að stofna foreldrasamtök/hagsmunasamtök í héraðinu.
Þroskahjálp hlakkar til að halda áfram starfi sínu í Malaví í samstarfi við samtök fatlaðs fólks þar í landi, FEDOMA.
 
 
Á myndinni er baráttukona sem Þroskahjálp fékk að kynnast í Mangochi, en hún stofnaði sinn eigin leikskóla fyrir fötluð jafnt sem ófötluð börn og tryggði syni sínum sjálfstætt líf.