Réttindi - Skilningur - Aðstoð - Ráðstefna um aðstæður fatlaðra barna af erlendum uppruna

Þroskahjálp hélt í gær í samstarfi við ýmis félög og stofnanir  ráðstefnu um stöðu og þarfir fatlaðra barna af erlendum uppruna (innflytjendur, hælisleitendur, flóttafólk) í íslensku samfélagi. Ráðstefnan var mjög fjölmenn og vel heppnuð. Ráðstefnunni var streymt á feisbókarsíðu samtakanna og hægt er að skoða upptökur þar.

Hér má lesa ávarp Bryndísar Snæbjörnsdóttur formanns samtakanna, um tilurð þessarar ráðstefnu

Umfjöllun RUV um ráðstefnuna má skoða hér