Réttindagæslan á vakt á kosningadag 14. maí

Á laugardaginn, 14. maí, eru sveitar-stjórnar-kosningar.

Þá kjósum við stjórnmála-flokka til þess að stjórna þeim borgum,
bæjum og sveitum sem við búum í.

 

Réttindagæsla fatlaðs fólks verður til stuðnings og aðstoðar
á kosningadag, laugardaginn 14. maí
frá klukkan 9 um morguninn til 10 um kvöldið

Það er hægt að hringja í réttindagæsluna í síma
og hafa samband með öðrum leiðum.

Þá getur réttindagæslu-maður hjálpað okkur,
gefið okkur upplýsingar og komið á kjörstað til að styðja fólk, ef það þarf.

Smelltu hér til að sjá upplýsingar um réttindagæsluna.